Evrópuverkefnið HIT – heroes of inclusion and transformation, sem ReykjavíkurAkademían tók þátt í á árunum 2017-2019, hefur verið valið til sýningar á evrópsku vefgáttinni EPALE. Tuttugu og átta úrvalsverkefni voru valin til að vekja athygli á fjölbreytileika fullorðinsfræðslu í álfunni og gæðum verkefna sem styrkt eru af menntaáætlunum Evrópusambandsins. Á íslensku heitir HIT-verkefnið Hetjur inngildingar og umbreytingar og snýst um að aðlaga þekkta hugmynda- og aðferðafræði Hetjuferðarinnar (The Hero´s Journey) að skapandi vinnu til valdeflingar jaðarsettum hópum. Afrakstur vinnunnar var gefinn út í bókinni Among Heroes and Demons sem á íslensku heitir Af hetjum og hindrunarmeisturum. Verkefninu var stjórnað af Heimilislausa leikhúsinu í Bratislava, Slóvakíu. Til sýningar var einnig valið verkefnið I´m not a racist but… sem stjórnað er af Intercultural Iceland.
#eramusdays2019
Tengill á Evrópsku vefgáttina EPALE