Miðvikudaginn 23. júlí býður Saving Iceland til ráðstefnu í Reykjavíkur
Akademíunni, Hringbraut 121, kl. 19:30. Á ráðstefnunni mun koma fram
Samarendra Das, indverskur rithöfundur og sérfræðingur um áliðnaðinn,
ásamt Andra Snæ Magnasyni rithöfundi. Samarendra mun fjalla um áhrif
álfarmleiðslu á þriðja heiminn, auk þess sem hann og Andri Snær munu
brjóta á bak aftur goðsögnina um svokalla ‘græna og hreina’ álframleiðslu.
Fyrirlesturinn mun fara fram í Reykjavíkur Akademíunni, Hringbraut 121 og
hefst kl. 19:30.
Síðasta sumar stóð Saving Iceland fyrir alþjóðlegu ráðstefnunni
‘Hnattrænar afleiðingar stóriðju og stórstíflna’ á Hótel Hlíð í Ölfussi,
þar sem Andri Snær koma m.a. fram ásamt gestum frá fimm heimsálfum; m.a.
frá Trindad og Tobago, Suður Afríku, Brasilíu og öðrum löndum. Samarendra
Das var meðal fyrirhugaðra ráðstefnugesta en þurfti því miður að afboða
komu sína á síðustu stundu. Við hjá Saving Iceland erum því ánægð að hafa
loks tækifæri til að bjóða Samarendra velkominn til landsins.
Samarendra Das hefur verið viðriðinn baráttuna gegn báxítgreftri síðustu
sjö árin. Hann hefur safnað að sér myndefni og skrifað greinar í fjölmarga
fjölmiðla, t.d. Tehelka og Vikalpa Vichar. Einnig hefur hann gefið út
þrjár bækur og ritstýrt tveimur í viðbót, skrifað yfir 200 greinar og
umfjallanir, gert heimildarmyndir og er nú við það að klára bók um
áliðnaðinn og andspyrnuna gegn honum, ásamt forneifafræðingnum Felix Padel
Ef þú hefur áhuga á því að hitta Samarendra, taka viðtal við hann og svo frv.
hafðu þá samband við Snorra s. 857 3521.
Samarendra mun einnig koma fram á fleiri stöðum á landinu; Þriðjudaginn
22. júní verður hann í Friðarhúsi Samtaka Hernaðarandstæðinga, þar sem
hann mun einblína á tengsl áliðnaðarins við hergagnaframleiðslu og
stríðsrekstur. Fimmtudaginn 24. júní verður hann svo í Reykjanesbæ. Nánari
upplýsingar síðar.
Nánar á www.savingiceland.org
Til baka