1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR IÐKUN KYNS OG ÞJÓÐAR

HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR IÐKUN KYNS OG ÞJÓÐAR

by | 11. Sep, 2012 | Fréttir

Málþing Reykjavíkur Akademíunnar

22. september kl. 11:00 – 14:30 í sal ReykjavíkurAkademíunnar í JL-Húsinu Hringbraut 121

Reykjavíkur Akademían býður til málþings um iðkun kyns og þjóðar þar sem Gyða Margrét Pétursdóttir, Helga Þórey Björnsdóttir, Kristinn Schram og Ólafur Rastrick munu kynna rannsóknir sínar, ræða kenningalegar undistöður og aðferðafræðilega nálgun.

Umræðustjóri verður Jón Ólafsson.

Hugmyndir 21. aldarinnar er röð málþinga á vegum Reykjavíkur Akademíunnar þar sem leitast verður eftir að efna til þverfaglegra umræðu um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans og með hvaða hætti þeir birtast í verkum íslenskra vísindamanna.

Iðkun kyns og þjóðar er fyrsta málþingið í röðinni.


Hugmyndir 21. aldarinnar er hluti af

Rannsókna(s)miðju ReykjavíkurAkademíunnar