Akademóninn og þjóðfræðingurinn Ingunn Ásdísardóttir hlaut á dögunum Fjöruverðlaunin í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis fyrir bókina Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi.
Í rökstuðningi dómnefndar Fjöruverðlaunanna segir um bók Ingunnar: “Í bók sinni Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi dregur Ingunn Ásdísardóttir upp áhugaverða mynd af jötnum og mögulega ólíku hlutverki þeirra en mótast hefur hingað til í vitund fólks. Með því að rannsaka sjálfstætt hlutverk jötna í öðrum heimildum en Eddu Snorra Sturlusonar virðist sem jötnar hafi gengt mikilvægara hlutverki; verið aldnir og fróðir (hundvísir) en ekki ófreskjur. Bókin dregur fram hve lifandi vísindi þjóðararfurinn er og færir bæði fróðleiksfúsum aðgengilegt efni og leggur til málanna í rannsóknarheimi norrænnar goðafræði.”
Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi. er afrakstur öflugrar fræðimennsku en Ingunn varði doktorsrigerð sína í norrænni trú við Háskóla Íslands árið 2018 sem ber heitið Jötnar í blíðu og stríðu: Jötnar í fornnorrænni goðafræði. Ímynd þeirra og hlutverk. Auk rit- og fræðistarfa hefur Ingunn þýtt fjölda bóka og hlotið, meðal annars, íslensku þýðingarverðlaunin fyrir störf sín. Ingunn er einn af hornsteinum ReykjavíkurAkademíunnar þar sem hún hefur starfað í fjölda ára.