1. Forsíða
  2.  » 
  3. Útgáfa RA
  4.  » 
  5. Bækur
  6.  » Íslensk menning: Íslenska þjóðríkið

Íslensk menning: Íslenska þjóðríkið

by | 2. Jul, 2001 | Bækur, Fréttir, Ritraðir RA, Útgáfa RA

Guðmundur Hálfdanarson Íslenska þjóðríkiðÍslensk menning II
Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk (2001)
Guðmundur Hálfdanarson

Ritið er afrakstur af viðamiklum rannsóknum höfundar á íslenskri þjóðernisstefnu og áhrifum hennar á stjórnmálaþróun hér á landi á nítjándu og tuttugustu öld. Í bókinni er fjallað um helstu forsendur sjálfstæðisbaráttunnar, ólík sjónarmið sem tókust á við mótun íslensks nútímaríkis og þær breytingar sem orðið hafa á þjóðernisvitund Íslendinga á undanförnum áratugum. Guðmundur Hálfdanarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur gegnt lykilhlutverki í þeirri róttæku endurskoðun sem nú fer fram á sögu sjálfstæðisbaráttunnar og eðli íslensks þjóðernis. Bók hans er mikilvægt framlag til pólitískrar umræðu á Íslandi á tímum örra breytinga í alþjóðastjórnmálum og vaxandi hnattvæðingar.

 

 

 

Íslensk menning er röð veigamikilla fræðirita sem fjalla um ýmsar hliðar sögu og menningar. Ritröðin er gefin út á vegum Hins íslenska bókmenntafélags og ReykjavíkurAkademíunnar.
Ritstjórar eru Adolf Friðriksson og Jón Karl Helgason. Tvær bækur hafa komið út:

Sveinn Yngvi Egilsson, Arfur og umbylting. Rannsókn á íslenskri rómantík. Hún fæst hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér.
Guðmundur Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk. Bókin fæst hjá Bóksölu stúdenta. Smelltu hér.

_________________

Þessi texti er tekinn saman af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur, 2. júlí 2024 meðal annars á grunni eftirfarandi heimilda:

Vefsafn.is, afrit af vef ReykjavíkurAkademíunnar, www.akademia.is, 10. desember 2007.
Vefsafn.is, afrit af vef ReykjavíkurAkademíunnar, www.akademia.is, 25. nóvember 2009