Í ár eru það Sölvi Björn Sigurðsson, Bergrún Íris Sævarsdóttir og Jón Viðar Jónsson sem eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna. ReykjavíkurAkademían óskar öllum höfundunum til hamingju og fagnar öll sem ein hástöfum sínum manni, Jóni Viðari Jónssyni sem beitir nýstárlegum aðferðum til að varpa ljósi á merkan kafla í íslenskri leiklistarsögu í bókinni Stjörnur og stórveldi á leiksviðum Reykjavíkur 1925-1965.