1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Landsbyggð tækifæranna – Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni.

Landsbyggð tækifæranna – Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni.

by | 18. May, 2011 | Fréttir


ReykjavíkurAkademían hefur jafnan átt gott og framsækið fræðasamstarf víða um land og hefur til að mynda tekið þátt í þessu verkefni sem það hvetur alþjóð til að kynna sér:

svartrkot.jpg

Fréttatilkynning.

Miðvikudaginn 8. júní kl. 13:00 – 17:00 verður haldin ráðstefna um þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni undir heitinu Landsbyggð tækifæranna – Þekkingar- og fræðastarf á landsbyggðinni. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, Sigtún 38 í Háteigi A, 4. hæð.

Á ráðstefnunni verður fjallað um mikilvægi og tækifæri þekkingar- og fræðastarfs á landsbyggðinni og tengsl þess við rannsókna- og háskólasamfélagið á höfuðborgarsvæðinu. Meðal viðfangsefna ráðstefnunnarr er að skýra umfang og fjölbreytileika í starfsemi þekkingarsetra víða um land með áherslu á þau tækifæri sem þar liggja. Aukið samstarf bæði svæðisbundið og á landsvísu er líklegt til að skila auknum tækifærum til svæðisbundinnar þróunar á Íslandi.

Á ráðstefnunni verða 10 stuttir fyrirlestrar og umræður.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið [email protected]

Ráðstefnan er á vegum Mennta- og menningarmálráðuneytisins.

Dagskrá:


Fundarstjóri: Hjalti Þór Vignisson Umræðustjórar: Steingerður Hreinsdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Viðar Hreinsson.                       

13:00    Setning                   
Guðrún Norðdal, formaður vísindanefndar Vísinda-og tækniráðs.               
13:10    Fjölbreytni vísinda og þekkingarstarfs á landsbyggðinni                       
Þórarinn Sólmundarson, mennta-og menningarmálaráðneytis                   
13:20    Þekkingarsetur sem samnefnari               
Stefanía Kristinsdóttir, Þekkingarnet Austurlands.                   
13:30    Náttúrustofur – samstarf og sérkenni                   
Sveinn Kári Valdimarsson, Nátturustofu Reykjaness.               
13:40    Umræður                   
14:15    Náttúra,samfélag,  verðmætasköpun – Jarðvangur á Suðurlandi                   
Sigurður Sigursveinsson, Háskólafélagi Suðurlands.                   
14:25    Samþætting akademíu og atvinnulífs                   
Óli Hálldórsson, þekkingarsetri Þingeyinga               
14:35    Menntun í þágu samfélagsins               
Anna Guðrún Edvardsdóttir, Rannsóknarsetri Háskóla Íslands Austurlandi                   

14:45    Kaffihlé og umræður


15:20    Úrvinnsla umræðna                   
15:50    Innviðir þekkingarstarfs á Íslandi – samþætting skólastiga                       
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti.                   
16:00    Háskólar og þekkingarsetur                   
Jón Atli Benediktsson, Háskóla Íslands.                   
16:10    Háskólar og þekkingarsetur.                  
Halldór V. Kristjánsson.                   
16:20    Samantekt og almennar umræður                   
16:40    Lokaorð                   
Hjalti Þór Vignisson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar