1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Ljáðu þeim eyra 4. desember

Ljáðu þeim eyra 4. desember

by | 5. Dec, 2008 | Fréttir

3.12.2008

Fjórða samræðustund ReykjavíkurAkademíunnar og Súfistans verður fimmtudagskvöldið 4. desember kl. 20 Hún hefst með stuttu erindi Auðar Ingvarsdóttur sagnfræðings um hugsjónir og trú í Njálu. Síðan kynnir Árni Bergmann bók sína Glíman við Guð og Guðmundur Magnússon kynnir bókina Nýja Ísland. Listin að týna sjálfum sér.

Þegar öllu er á botninn hvolft…

Á öllum öldum hafa verið til skáld og hugsjónamenn sem hafa fordæmt spillta valdhafa og ódyggðir. Menn hafa verið sammála um að óhóf, ójöfnuður og ágirnd leiði til ills…

„Græðgin er eimreiðin sem dregur líf okkar inn í bjartari framtíð“ sagði ungur greinahöfundur í Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum og bætir við „græðgisvæðing íslensks samfélags er vonandi komin til að vera, og vonandi eykst hún dag frá degi um ókomna framtíð, fyrir sakir okkar allra.

Svona hefur fagnaðarerindi dólgatrúboðsins hljómað og vísast hefur mörgum auðkýfingum og athafnamönnum þótt slíkur boðskapur láta betur í eyrum en naggið um fjandsamlega ágirnd og djöfullegan ójöfnuð. En nú um stundir er talað um réttlæti, jöfnuð og samfélagslegar hugsjónir sem aldrei fyrr svo líklega hefur þjóðin vaknað við vondan draum.
Á hverju fimmtudagskvöldi fram að jólum verður samræðusamkoma undir heitinu Ljáðu þeim eyra klukkan 20 í Súfistanum. Þar munu tveir höfundar kynna bækur sínar og einn framsögumaður frá ReykjavíkurAkademíunni spjalla um þema sem tengist bókunum út frá sínum sjónarhóli. Tónlist verður í umsjá Hjörleifs Valssonar fiðluleikara. Síðan verða almennar samræður og gestir hvattir til að leggja orð í belg.