1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Loksins, loksins: fyrsta hæðin opnar að nýju

Loksins, loksins: fyrsta hæðin opnar að nýju

by | 2. Feb, 2024 | Fréttir

ÞorgerðarmálEftir 15 mánaða bið var fyrsta hæð ReykjavíkurAkademíunnar loksins tekin í notkun nú í byrjun febrúar eftir lokun sem var vegna umfangsmikilla framkvæmda í kjölfar leka í botnplötu. Raunar hófust vandræðin enn fyrr því lekans varð vart í apríl 2022 og í kjölfar hennar fóru þeir sem þar vistuðust að verða vart við óþægindi sem síðar kom í ljós að voru vegna myglu.

Lokunin hefur haft mikil og varanleg áhrif á starfsemi RA. Ekki eingöngu vegna þess að aðgangur að Ráðslagi, fundaherberginu okkar, Dagsbrún fundarsalanum og að Bókasafni Dagsbrúnar heldur einnig vegna þess að með henni lokaðist fyrir þá uppbyggingu á þjónustu við félaga sem var að hefjast sumarið 2022 eftir langa lokun vegna heimsfaraldurs.

Þess í stað fór mikill og dýrmætur tími í að sinna málum sem tengdust lekanum og taka þurfti 5 vinnuborð úr útleigu og fyrir skrifstofu bókasafnsins og fundarherbergi.

Í kringum síðustu áramót hófst vinna við að koma búnaði og bókum í fyrra horf og hafði Björg Hjartardóttir fræðakona við ReykjavíkurAkademíuna veg og vanda af því umfangsmikla verkefni.