1. Forsíða
  2.  » 
  3. Viðburðir RA
  4.  » 
  5. Málþing og raðir
  6.  » Málþing um verkefnið Digipower og stafrænar sögur laugardaginn 25. nóvember

Málþing um verkefnið Digipower og stafrænar sögur laugardaginn 25. nóvember

by | 23. Nov, 2017 | Málþing og raðir, Viðburðir RA

Digipower
Föstudaginn 25. nóv kl. 13:00 mun ReykjavíkurAkademían halda málþing um Erasmus+ samstarfsverkefnið DigiPower (www.digipower.akademia.is) reynslu þess og niðurstöður. Lengra heiti verkefnisins er ,,Digital Storytelling – Empowerment through cultural integration”. Málþingið fer fram í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar við Þórunnartún 2 á 4. hæð

Markmið samstarfsverkefnisins DigiPower var að kanna hvort og þá hvernig þróa megi og aðlaga aðferð stafrænna sagna svo hún henti í kennslu og starfi með fullorðnu fólki með sérþarfir. Samtals sjö lönd tóku þátt í verkefninu.

Á málþinginu munu fulltrúar frá Hlutverkasetri, Ási styrktarfélagi og ReykjavíkurAkademíunni kynna verkefnið og aðferð stafrænna sagna, ásamt þeirra reynslu af verkefninu. Einnig munum við sýna sögur sem urðu til í vinnustofum tengdum vekefninu (sjá myndbönd á netinu hér). Nánari dagskrá verður auglýst síðar.

Allir eru að sjálfsögðu velkomnir og verða veitingar í boði.