MÁLÞING Í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 25.OKTÓBER 2008 kl. 12-14
Íslenskt samfélag kraumar þessa dagana. Reiði og angist vegast á við endurmat og bjartsýni, lýst er eftir nýrri framtíðarsýn. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Fræðimenn háskólasamfélagsins þurfa að líta í eigin barm en ekki síður bjóða fram krafta sína til að greina ástandið og leita nýrra leiða. ReykjavíkurAkademían hefur kallað til þings nokkra málshefjendur í því skyni, sem munu flytja stutt og snörp erindi.
Ýmsar spurningar brenna á fólki: Hvar er ábyrgðin, hvað felst í henni?. Hver er ábyrgð valdhafa, viðskiptamannanna? Hver er ábyrgð fjölmiðla? Er hægt að tala um ábyrgð þjóðar? Var spilað á þjóðernistilfinningu Íslendinga þegar útrásin var mærð?
Hvar er valdið, hvernig verður það til og hvernig er því haldið við, hvar eru mörk hins pólitíska valds, valds embættismanna, valds fjármálamanna? Virkar lýðræðið? Hver er hlutur ríkjandi orðræðu í viðhaldi valdsins? Hvað varð um gagnrýna hugsun í útrásinni? Hvaða hlutverki gegna menntamenn í gagnrýninni orðræðu? Hvernig koma þessir hlutir þjóðinni við?
Frummælendur eru:
Árni Daníel Júlíusson: Ábyrgð menntamanna og gagnrýnin hugsun
Eiríkur Bergmann Einarsson: Bóndi, sjómaður eða bankagjaldkeri – hvernig mótast sjálfsmynd og ímynd Íslendinga?
Guðni Th. Jóhannesson: Saga hrunsins
Hallfríður Þórarinsdóttir : Valdið og þrástef þjóðernishyggjunnar
Haukur Már Helgason: Vandinn er kapítalismi
Jón Ólafsson: Ábyrgð í alþjóðasamskiptum: Er ímyndin farin þar – líka?
Lilja Mósesdóttir: Viðskiptafræði á tímum útrásar
Sigríður Þorgeirsdóttir: Ábyrgð á fortíð og framtíð
Silja Bára Ómarsdóttir: Stóri sannleikurinn – hugmyndafræði sem vald
Þórólfur Matthíasson: Að bjarga Austfjörðum og drekkja Íslandi
Fundarstjóri er Viðar Hreinsson
ALLIR VELKOMNIR