Nú í desember 2018 sóttu tveir fulltrúar ReykjavíkurAkademíunnar, Hrund Ólafsdóttir og Björg Árnadóttir, vikulanga þjálfunarsmiðju á eyjunni Lanzarote, Spáni. Smiðjan snerist um aðferðir sem þróaðar höfðu verið í Erasmus+ verkefninu Medart (2015-2017).
Medart var sjö þjóða samstarfsverkefni með þátttakendum frá Spáni, Slóvíku, Slóveníu, Ungverjalandi, Póllandi, Hollandi og Bretlandi. Markmiðið var að safna saman leikrænum aðferðum sem notað má í skapandi og valdeflandi vinnu með jaðarsettum hópum. Niðurstöður birtust í bókinni Medart – Methods of Education for Disadvantaged Adults Rooten in Theatre.
Markmið þjálfunarsmiðjunnar á Lanzarote var að auka aðgengi að aðferðunum með því að kenna þær fleiri Evrópubúum. Stjórnendur og þjálfarar smiðjunnar voru frá Divadlo bez domova í Slóvakíu og Associacion Acunagua á Lanzarote og höfðu tekið þátt í ofangreindu Erasmus+ verkefni.
Smiðjuna á Lanzarote sóttu auk Íslendinga, Spánverja og Slóvaka þátttakendur frá Portúgal, Ítaliu og Eistlandi. Auk hefðbundinnar kennslu gafst hópnum tækifæri til að taka átt í skapandi starfi í fangelsi á eyjunni.