1. Forsíða
  2.  » 
  3. Miðlun
  4.  » 
  5. Viðburðir
  6.  » H21 Ungir fræðimenn

Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í  mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans.  Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.

Nýr framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

Nýr framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

ReykjavíkurAkademían hefur ráðið Arndísi Bergsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra frá 1. desember 2024 og var hún valin úr fjölmennum hópi umsækjenda. Arndís tekur við af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sex ár. Arndís er með doktorspróf í...

read more
Íslensk menning VI: Jötnar hundvísir

Íslensk menning VI: Jötnar hundvísir

Íslensk menning VI Jötnar hundvísir. Norrænar goðsagnir í nýju ljósi. Ingunn Ásdísardóttir.   Í flestöllum yfirlitsritum um norræna goðafræði eru jötnar sýndir sem óvinir goðanna, hálfgerðar ófreskjur sem hafa það eitt að markmiði að tortíma veröld goða og manna....

read more
Mín eigin lög

Mín eigin lög

Í morgun, 18. nóvember 2024, dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur búvörulagabreytinguna sem Alþingi samþykkti á s.l. vori ólöglega af því að hún hefði bara fengið tvær umræður. Bókin Mín eigin lög eftir dr. Hauk Arnþórssonar, félaga í ReykjavíkurAkademíunni, sem kom út fyrr...

read more
Hafnarstrætið er okkar!

Hafnarstrætið er okkar!

ReykjavíkurAkademían mun flytja 1. maí 2025 í nýtt húsnæði í Kvosinni, nýrri ,,menningarmiðju" sem verið er að byggja upp á vegum eigenda Hafnarstrætis 5 og Austurstræti 5 og 8. Húsnæðið mun hýsa ýmis samtök, félög og stofnanir sem starfa á sviði lista og menningar....

read more
Framhaldsaðalfundur í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar

Framhaldsaðalfundur í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar

Ágætu félagsmenn Félags ReykjavíkurAkademíunnar (FRA) Boðað er til framhaldsaðalfundar FRA fimmtudaginn 7. nóvember 2024 í Dagsbrún, fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar á fyrst hæð Þórunnartúns 2. Fundurinn verður haldinn kl. 13:00. Fundarstjóri verður Guðrún...

read more
Auglýst eftir framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar

Auglýst eftir framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar

    Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar (RA) óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra ReykjavíkurAkademíunnar sem æskilegt er að geti hafið störf fyrir áramót. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfsemi og málefnum ReykjavíkurAkademíunnar í umboði stjórnar. Hann ber...

read more
Drög að stefnu um vísindi og nýsköpun – umsögn RA

Drög að stefnu um vísindi og nýsköpun – umsögn RA

  Forsætisráðuneytið og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hafa lagt fram til samráðs tillögu Vísinda- og nýsköpunarráðs um framtíðarsýn stjórnvalda á sviði vísinda, tækniþróunar og nýsköpunar.  Nánari upplýsingar um eru að finna í Samráðsgátt...

read more
Áform um sameiningu samkeppnissjóða – umsögn RA

Áform um sameiningu samkeppnissjóða – umsögn RA

Með breytingum á lögum um opinberan stuðning við vísindarannsókna nr. 3/2003 áformar háskólaráðherra að sameina átta sjóði í þrjá meginsjóði og  ná þannig fram meiri skilvirkni, gagnsæi og sveigjanleika í starfsemi sjóðanna. Nánari upplýsingar eru að finna í...

read more
Fortíð norðursins endurheimt / Reclaiming the Northern Past

Fortíð norðursins endurheimt / Reclaiming the Northern Past

Engish below   Fortíð norðursins endurheimt er heiti á alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem hýst er í ReykjavíkurAkademíunni. Það hlaut nýlega þriggja ára verkefnisstyrk úr Rannsóknasjóði (í umsjá Rannís). Undirtitill verkefnisins upplýsir nánar um rannsóknarefnið:...

read more