Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Gunnar Þorri og íslensku þýðingarverðlaunin
Gunnar Þorri Pétursson er handhafi Íslensku þýðingaverðlaunanna árið 2022 fyrir þýðingu sína á bókinni Tsjernobyl-bænin. Framtíðarannáll eftir Svetlana Aleksíevítsj. sem Angústúra gaf út. Bókin fjallar um spreningingarnar í kjarnaklúfi í Tsjernobyl í Úkraínu...
Dagsbrúnarfyrirlesturin 2022: Staða innflytjenda á Íslandi: fjárhagur, húsnæði og heilsa
Fimmtudaginn 17. febrúar 2022 hélt Kristín Heba Gísladóttir framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins fyrirlestur um fjárhagsstöðu innflytjenda á Íslandi stöðu á húsnæðismarkaði og heilsu sem byggir á nýlegri könnuna á stöðu launafólks meðal félaga...
Arnþór Gunnarsson tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis
Arnþór Gunnarsson sagnfræðingur hefur verið tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir ritið Hæstiréttur í hundrað ár. Saga sem nýlega kom út hjá Bókmenntafélaginu. Í umsögn dómnefndar kemur fram að um sé að ræða "verðugt afmælisrit sem grefur upp forvitnilegar og...
Mannlegi þátturinn fjallar um ÖLLUM TIL HEILLA
Í dag var fjallað um samfélagslistir í dag í Mannlega þættinum á Rás1 og auðvitað rætt við Björgu Árnadóttur um viðburðarröðina ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistum sem hefst miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15.00 í Borgarleikhúsinu og er streymt á síðu...
ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir
ReykjavíkurAkademían, í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, stendur vorið 2022 fyrir viðburðaröðinni ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir. Þar verður sjónum...
Útgáfufregn: Arnþór Gunnarsson, Hæstiréttur í hundrað ár.
Hæstiréttur í hundrað ár. Saga. er rituð af Armþóri Gunnarssyni sagnfræðingi í tilefni aldarafmæli réttarins 16. febrúar 2020. Stofnun Hæstaréttar var mikilvægur áfangi í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar enda fengu Íslendingar þá í hendur æðsta dómsvald í...
Gunnar Þorri Pétursson tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunana 2022
Gunnar Þorri Pétursson hefur ásamt sex öðrum verið tilnefndur til Íslensku þýðingaverðlaunanna árið 2022 fyrir þýðingu sína á bókinni Tsjernobyl-bænin. Framtíðarannáll eftir Svetlana Aleksíevítsj. sem Angústúra gaf út. Bókin fjallar um spreningingarnar í...
Jólakveðja ReykjavíkurAkademíunnar
ReykjavíkurAkademían óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofan er næst opin þriðjudaginn 4. janúar 2022
Starfsemin á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar
Eins og ráða má af merkingunum á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, þá sameinast þar á einum stað, starfsemi Bókasafns Dagsbrúnar og funda- og fyrirlestraraðstaða RA. Á bókasafninu er góð lesaðstaða fyrir þá sem nýta safnkostinn og bæði Ráðslag,...
Bókarfregn
Greinasafnið Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century er komið út hjá hollenska forlaginu Brill. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad ritstýrðu. Safnið er í meginatriðum byggt á rannsóknarverkefninu Íslenskar...