Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Jólakveðja ReykjavíkurAkademíunnar
ReykjavíkurAkademían óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Skrifstofan er næst opin þriðjudaginn 4. janúar 2022
Starfsemin á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar
Eins og ráða má af merkingunum á fyrstu hæð ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, þá sameinast þar á einum stað, starfsemi Bókasafns Dagsbrúnar og funda- og fyrirlestraraðstaða RA. Á bókasafninu er góð lesaðstaða fyrir þá sem nýta safnkostinn og bæði Ráðslag,...
Bókarfregn
Greinasafnið Old Norse-Icelandic Philology and National Identity in the Long Nineteenth Century er komið út hjá hollenska forlaginu Brill. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence E. Glad ritstýrðu. Safnið er í meginatriðum byggt á rannsóknarverkefninu Íslenskar...
Stefna ReykjavíkurAkademíunnar 2021-2025
Út er komin stefna ReykjavíkurAkademíunnar fyrir árin 2021-2025. Vinna við gerð hennar hófst um miðbik árs 2019 og náði hámarki í nóvember sama haust þegar akademónar komu saman á stefnumótafundi í Skálholti greindu hlutverk og framtíðarsýn ReykjavíkurAkademíunnar og...
Hipp, hipp húrra! AkureyrarAkademían 15 ára
Á þessu ári eru 15 ár liðin frá því Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi var stofnað árið 2006. Átta árum síðar tók AkureyrarAkademían (AkAk) við rekstri og starfsemi þess. Hlutverk AkAk er að starfrækja fræða- og menningarsetur með starfsaðstöðu fyrir...
Nýr þjónustusamningur við Reykjavíkurborg
Í dag var undirritaður nýr þjónustsamningur Akademíunnar við Reykjavíkurborg sem að þessu sinni gildir fyrir árin 2020 - 2022. Samstarfið hefur um árabil verið mikilvægur þáttur í starfsemi hennar og staðið undir fjölbreyttum viðburðum og þjónustuverkefnum sem hafa...
Forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar ráðinn til starfa
Sigurgeir Finnsson var í dag ráðinn forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar. Hann er með MLIS gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Hí og BA gráðu í mannfræði og hefur starfað síðast liðin fjórtán ár á Landsbókasafni Íslands –Háskólabókasafni fyrst sem sérfræðingur í...
Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld. Framtíðarsýn á 21. öld
Árið 2006 héldu ReykjavíkurAkademían og Efling - Stéttarfélag ráðstefnu í tilefni af 100 ára afmæli Verkamannafélagsins Dagsbrúnar og 50 ára afmælis Bókasafns Dagsbrúnar. Ráðstefnan bar heitið Samfélagsleg áhrif verkalýðshreyfingarinnar á 20. öld. Framtíðarsýn á 21....
Nýr akademón: Anna Kristín Gunnarsdóttir bókmenntafræðingur
Anna Kristín Gunnarsdóttir er bókmenntafræðingur að mennt og gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, nóvelluna Dagbókin, sem var hluti af MA-verkefni hennar í ritlist við Háskóla Íslands. Sagan var gefin út af Blekfjelaginu, félagi MA-nema í ritlist. Anna vinnur um...
Auglýst eftir upplýsingafræðingi til starfa við Bókasafn Dagsbrúnar
Frestur til að sækja um starfið hefur verið framlengdur til og með 12. september nk.