Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Nýr fræðimaður: Jón Kristinn Einarsson
Jón Kristinn Einarsson vinnur um þessar mundir að útgáfu bókar um séra Jón Steingrímsson og aðkomu hans að neyðaraðstoð vegna Skaftárelda, sem kemur út hjá Sögufélagi og byggir á BA-ritgerð hans við Háskóla Íslands. Hann er einnig að ljúka ritun á yfirliti um sögu...
Endurnýjun samstarfssamnings Akademíanna
Á síðasta vetrardag undirrituðu framkvæmdastjórar AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar nýjan samstarfssamning Akademíanna til næstu þriggja ára. Markmið samningsins er að efla samstarf milli stofnananna og fræðimanna þeirra með áherslu á samráðsfundi og...
Stefna Bókasafns Dagsbrúnar 2021-2023
Bókasafn Dagsbrúnar er sérsafn, vísinda- og rannsóknasafn um íslenska verkalýðshreyfingu og atvinnulíf í eigu Eflingar ̶ stéttarfélags og frá árinu 2003 í umsjón ReykjavíkurAkademíunnar. Safnið er hið eina sinna tegundar á Íslandi og gegnir meðal annars hlutverki...
Nýr fræðimaður: Arnór Gunnar Gunnarsson
Arnór Gunnar Gunnarsson er sjálfstætt starfandi sagnfræðingur og fæst m.a. við myndaritstjórn og aðra aðstoð við útgáfu fræðirita. Samhliða því vinnur hann að eigin rannsóknum, um þessar mundir um viðhorf Íslendinga og Dana til gríska sjálfstæðisstríðsins 1820-1830,...
Fjöruverðlaunin 2021: Konur sem kjósa
Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir þær Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur hlaut Fjöruverðlaunin árið 2021 í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Þorgerður sem alla tíð starfaði við...
Innlit í ReykjavíkurAkademíuna veturinn 2001-2002
Veturinn 2001-2002 heimsótti menningarþátturinn Mósaik hið blómstrandi rannsóknasamfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna sem þá var að springa út í JL-húsinu við Hringbraut. Nýlega var þátturinn endursýndur á RÚV og það er vel þess virði að horfa á innslagið....
Nýr fræðimaður: Björg Hjartardóttir
Björg Hjartardóttir kynja- og fjölmenningafræðingur bættist nýlega í hóp sjálfstætt starfandi fræðimanna í ReykjavíkurAkademíunni og vinnur þar að útgáfu sýnisbókar um Vestur-íslenska kvenréttindablaðið Freyja (1898-1910) sem gefið var út af hjónunum Margréti J....
Stol Björns Halldórssonar
Á dögunum kom út skáldsagan Stol eftir demónin Björn Halldórsson sem fjallar um dauðann, tímann og lífið í gegnum höktandi samskipti feðga sem fara saman í glæfralegan tjaldtúr. Faðirinn er með heilaæxli sem hefur rænt hann máli, minningum og getu. Stol er fyrsta...
Kafli Þorgerðar H. Þorvaldsdóttur og Guðbjargar Lilju Hjartardóttur um líkamsbyltingar og #MeToo
Haustið 2017 þvarr langlyndi kvenna gagnvart kynbundinni og kynferðislegri áreitni, ofbeldi og einelti. Þá kom glögglega í ljós að þótt kynbundin og kynferðisleg áreitni sé meðhöndluð í lögum og reglugerðum hafa þær aðgerðir sem hingað til hefur verið beitt gegn slíku...
Útvarpsþættir Lilju Hartardóttur endurfluttir í RÚV
Þessa dagana er RÚV að endurflytja útvarpsþætti Lilju Hjartardóttur um stöðu Bandaríkjamanna af afrískum uppruna. Í þáttunum sem eru fjórir fjallar Lilja um sögu svartra Bandaríkjamanna, minnihlutahóps sem er enn í efnahagslegri, félagslegri og stjórnmálalegri...