Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Gleðileg jól
Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi komin út
Krullað og klippt. Aldarsaga háriðna á Íslandi eftir Báru Baldursdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur er komin út hjá Bókmenntafélaginu. Bókin er fyrsta sagnfræðilega rannsóknin hérlendis, sem gerir íslenskri háriðn ítarlega skil og var nýlega tilnefnd til...
Akademónar tilnefndir til bókmenntaverðlauna
Kampakátir Akademónar þau Bára Baldursdóttir, Hjörleifur Hjartarson og Þorgerður Þorvaldsdóttir með bækurnar sem tilnefndar eru til verðlauna. Bók Báru og Þorgerðar, Krullað og klippt: Aldarsaga háriðna á Íslandi er tilnefnd til Fjöruverðlaunanna í flokki Fræðibóka og...
Bókin um Skarphéðinn Dungal komin út
Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins er komin út. Í senn forvitnileg, falleg og eiguleg bók sem vert er að skoða. Höfundur texta er Hjörleifur Hjartarson Akademón og teikningar eru eftir Rán Flygenring.
RA skrifar undir styrktarsamning við Reykjavíkurborg
Föstudaginn 19. október síðastliðinn skrifaði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Svandís Nína Jónsdóttir hjá ReykjavíkurAkademíunni undir tveggja milljóna króna styrktarsamning til eins árs. Tilgangur samningsins er gagnkvæmur ávinningur, þar sem...
Nýr framkvæmdastjóri: Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir
ReykjavíkurAkademían hefur ráðið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra frá 1. október 2019. Anna Þorbjörg tekur við af Svandísi Nínu Jónsdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin tvö ár og heldur nú á vit nýrra ævintýra. Anna Þorbjörg er með...
Fullveldismaraþon RA á menningarnótt
Laugardaginn 18. ágúst 2018 fór Fullveldismaraþon ReykjavíkurAkademíunnar fram í stóru samkomutjaldi á Klambratúni. Þar stigu fræðimenn RA og gamlir akademónar á stokk og héldu fjölbreytta 7 mínútu langa örfyrirlestra frá snemma morguns fram á mitt kvöld auk þess sem...
Stjórn ReykjavíkurAkademíunnar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra
Framkvæmdastjóri hefur umsjón með starfsemi og málefnum ReykjavíkurAkademíunnar í umboði stjórnar. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á og annast fjármál, bæði vegna reksturs ReykjavíkurAkademíunnar og rannsóknarverkefna á hennar vegum, skrifstofuhald, skipulags- og...
Fullveldismaraþon RA á Menningarnótt
Fullveldismaraþon ReykjavíkurAkademíunnar verður haldið í samkomutjaldi á Klambratúni kl .10–22 á Menningarnótt. 50 fjölbreyttir örfyrirlestrar frá morgni til kvölds um fullveldið, sögu Íslands og samfélag í fortíð og nútíð. Fjallað er um allt milli himins og jarðar...
HIT – Heroes of Inclusion and Transformation
HIT – Heroes of Inclusion and Transformation 15/10/2017 – 14/05/2019 (19 months) Human beings who are not free or not able to express emotions, are manipulable. On the long run suppression of emotions is sickening corporeally and psychically. Our modern...