Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Framtíð íslenska lýðveldisins eftir Hrunið – Hnignun eða uppbygging lýðræðis?
Prófessor emeritus Svanur Kristjánsson ríður á vaðið og fjallar um "Framtíð íslenska lýðveldisins eftir Hrunið - Hnignun eða uppbygging lýðræðis." Fyrilestur og umræður standa yfir í um eina klukkustund eða frá kl. 12:00 til 13:00. Allir velkomnir meðan húsrúm...
Jón Rúnar Sveinsson ráðinn til starfa
ReykjavíkurAkademían hefur ráðið Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðing, í tímabundna stöðu verkefnisstjóra í verkefni um óleyfilega búsetu í Reykjavík. Jón Rúnar lauk BA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 1975 og Phil. Lic. prófi í sömu grein við Uppsalaháskóla...
ReykjavíkurAkademían skrifar undir samstarfssamning við Reykjavíkurborg
ReykjavíkurAkademían kynnir með stolti nýjan samstarfssamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 29. september síðastliðinn. Markmið samningsins er að greina óleyfilega búsetu (þ.e. búsetu í atvinnuhúsnæði) í Reykjavík með áherslu á tilkomu hennar og...
PASI – VINNUSTOFAN
Nú í september var ReykjavíkurAkademíunni boðin þátttaka í vikulangri vinnustofu á vegum Erasmus + verkefnisins PASI – Performing Arts of Social Inclusion. Vinnustofan var haldin í Slóveníu og þátttakendur auk Íslendinga og Slóvena komu frá Ítalíu, Frakklandi,...
Hugmyndir 21. aldarinnar. Málþing nýdoktora í ReykjavíkurAkademíunni 16. september
PLÁSS FYRIR ALLA? Fyrsta málþing vetrarins í málþingsröð ReykjavíkurAkademíunnar, Hugmyndir 21. aldarinnar, verður haldið laugardaginn 16. september næstkomandi í fundarsal ReykjavíkurAkademíunnar í Þórunnartúni 2, kl. 11:00-14:00. Að þessu sinni er...
Opið fyrir umsóknir í Stúdentastofu ReykjavíkurAkademíunnar
ReykjavíkurAkademían býður háskólanemum í framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) í félags- og hugvísindum tímabundna vinnuaðstöðu í svonefndri Stúdentastofu í húsakynnum Akademíunnar að Þórunnartúni 2 í Reykjavík á mjög góðu verði eða krónur 10.000. - á mánuði,...
Skrifstofa ReykjavíkurAkademíunnar lokar í sumar
Skrifstofa ReykjavíkurAkademíunnar mun loka vegna sumarleyfa dagana 14. júlí til 4. ágúst. Við opnum aftur eftir verslunarmannahelgi, þriðjudaginn 8. ágúst. Sumarkveðja, Svandís Nína og Ólafur Hrafn.
Nýlegar fræðigreinar eftir Clarence E. Glad
RA vill vekja athygli á nýlegum fræðigreinum eftir demóninn Clarence E. Glad. Ein greinanna birtist í fyrra en hinar þrjár á þessu ári. Endilega flettið þeim upp við tækifæri og kynnið ykkur efni þeirra. Clarence E. Glad, “Paul and...
Nýjar útgáfur á vegum demóna RA
RA óskar Arnþóri Gunnarssyni, Kristínu Jónsdóttur, Hauki Arnþórssyni og Þorgerði Þorvaldsdóttur innilega til hamingju með nýútkomin verk sín. Í Lífæðinni eftir Arnþór Gunnarsson og Pepe Brix er áhrifaríkt myndmál notað til að fjalla um sögu...
Jafnréttissjóður úthlutar styrkjum til demóna 2017
RA óskar Kristínu Jónsdóttur og Írisi Ellenberger innilega til hamingju með styrkina sem þær fengu úhlutað úr Jafnréttissjóði á kvennadaginn 19. júní sl. Íris Ellenberger fékk úthlutað 8.000.000 kr. fyrir verkefnið: ,,Huldurkonur: Hinsegin kynverund kvenna...