Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Haukur Viktorsson hlaut Byggingarlistarverðlaun Akureyrar 21. apríl sl.
Þann 21. apríl sl. hlaut Haukur Viktorsson, arkitekt og félagi ReykjavíkurAkademíunnar, Byggingarlistarverðlaun Akureyrar fyrir það starf sem hann hefur unnið er snýr að Akureyri en hann teiknaði m.a. húsið við Hamragerði 31 sem þykir vera eitt af öndvegisverkum...
Opnað fyrir umsóknir í Stúdentastofu ReykjavíkurAkademíunnar
ReykjavíkurAkademían býður háskólanemum í framhaldsnámi (meistara- eða doktorsnámi) í félags- og hugvísindum, tímabundna vinnuaðstöðu til leigu í svonefndri Stúdentastofu í húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar að Þórunnartúni 2 í Reykjavík. Vinnuaðstaðan er á mjög góðu...
Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar ses. fyrir árið 2015 er komin út
Ársskýrsla ReykjavíkurAkademíunnar ses. (RA) fyrir árið 2015 er komin út. Líkt og í fyrra er Sesselja G. Magnúsdóttir höfundur skýrslunnar en hún hefur starfað...
Ný bók eftir félaga ReykjavíkurAkademíunnar
Út er komin bókin, Hugskot - skamm, fram- og víðsýni eftir Friðbjörgu Ingimarsdóttur og Gunnar Hersvein, félaga í ReykjavíkurAkademíunni. Höfundar Hugskots hafa áralanga reynslu af starfi sem tengist efni bókarinnar, meðal annars sem kennarar og...
Málþingið Menntun til framtíðar: Háskólamenntaðir án atvinnu – Vannýttur auður
Málþingið , Menntun til framtíðar: Háskólamenntaðir án atvinnu - vannýttur auður, var haldið 18. mars 2016 á Fosshótel Reykjavík. Málþinginu var ætlað að vekja athygli á hlutfallslega auknu atvinnuleysi háskólamenntaðra á Íslandi og hvetja til umræðu á breiðum...
Stafrænar sögur – Digital Storytelling
Stafrænar sögur (e. Digital Storytelling – Empowerment through Cultural Integration) er samstarfsverkefna sjö landa sem hefur verið starfrækt í mörg ár innan veggja RA. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins og er þetta sjöunda starfsárið. Í stuttu...
Páll Baldvin Baldvinsson hlaut viðurkenningu Hagþenkis 2015
Viðurkenning Hagþenkis 2015 var veitt í Þjóðarbókhlöðunni 2. mars sl. Að þessu sinni var það Páll Baldvin Baldvinsson sem hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir ritið, Stríðsárin 1938-1945, sem gefin var út af JPV. Sjá nánar á vefsíðu...
Bókasafn Dagsbrúnar áfram undir væng ReykjavíkurAkademíunnar ses
Föstudaginn 11. desember 2015 undirrituðu Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags og Sesselja G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar ses, samning um áframhaldandi rekstur og varðveislu RA-ses á Bókasafni Dagsbrúnar. Safnið, sem er í eigu...
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2015
Þriðjudaginn 2. febrúar sl. var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2015 í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO og Borgarbókasafn Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um tilnefningarnar má finna hér á vefsíðu Hagþenkis....