Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Kvennaverkfall 2023 – skrifstofan lokuð
Í dag, þriðjudaginn 24. október 2023 er kvennaverkfall. Á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar vinna eingöngu konur og þess vegna er skrifstofan lokuð. Nánari upplýsingar og innblástur er hægt að sækja á vefsíðuna kvennafri.is Skrifstofa ReykjavíkurAkademíunnar er opin...
Starfsstyrkir Hagþenkis 2023
Nýlega úthlutaði Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna starfsstyrkjum til þrjátíu og tveggja fræðirithöfunda. 50 umsóknir bárust og samtals var úthltað 20 miljónum króna. Þrjú verkefni hlutu hæsta styrk, 1.200.000 kr, tvö 1.000.000 kr., eitt 800.000 kr....
Fræðaþing 2023 – Innan garðs og utan
Á Fræðaþingi 2023 var haldið undir yfirskriftinni Innan garðs og utan. Þar var sjónum beint að hlutverki hug- og félagsvísinda, þeim hluta fræðasamfélagsins sem starfar utan háskólanna, að opinberri fjármögnun áhugadrifinna rannsókna og möguleikum ungs fræðafólks að láta til sín taka við rannsóknir og þekkingarmiðlun.
Kostir aðildar að ReykjavíkurAkademíunni
Aðild að ReykjavíkurAkademíunni hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir fræðafólk sem starfar utan háskólanna.
Guðrún Hallgrímsdóttir gullverðlaunahafi
Guðrún Hallgrímsdóttir sem starfar við ReykjavíkurAkademíuna, hlaut verðlaunin Gold Innovative Food of the Year 2023 AWARD WINNER frá GLOBALWIIN, (Global Women Inventors & Innovators Network) sem veitt voru á ársfundi samtakanna í Hörpu 7. september síðastliðinn....
Fræðaþing 2023: Innan garðs og utan
Í Fróða, fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar, föstudaginn 22. september kl. 13 til 17. Á Fræðaþingi 2023 er sjónum beint að hlutverki hug- og félagsvísinda, þeim hluta fræðasamfélagsins sem starfar utan háskólanna, að opinberri fjármögnun áhugadrifinna...
Viðhorfsgrein: Er íslenskan í hættu?
Höfundur greinarinnar, dr. Haukur Arnþórsson, er stjórnsýslufræðingur og starfar við ReykjavíkurAkademíuna. Greinin birtist á Visi, 28. ágúst 2023. Efni hennar og innihald eru á ábyrgð greinarhöfundar og endurspegla ekki stefnu ReykjavíkurAkademíunnar....
Smíði gagnagrunns – nýsköpunarverkefni
Sumarið 2022 smíðuðu sagnfræðinemarnir Pétur Stefánsson og Jens Arinbjörn Jónsson gagnagrunn sem tekur til upplýsinga um störf hundruð sjálfstætt starfandi fræðafólks sem á tímabilinu 1997-2021 starfaði, um lengri eða skemmri tíma í Reykjavíkur- og...
Dr. Unnur Óttarsdóttir: Kynning á nýrri meðferðar- og menntunaraðferð á Ítalíu
Teikning auðveldar minni, eflir nám og stuðlar að velferð Dr. Unni Óttarsdóttur sem stundar rannsóknir og fræðistörf við ReykjavíkurAkademínnu var nýlega boðið að vera aðalfyrirlesari á alþjóðlegri ráðstefnu á Ítalíu sem tileinkuð var sköpunargáfu og skipulögð af...
Nýr fræðimaður: Þorgeir Sigurðsson
Nýlega hóf Þorgeir Sigurðsson doktor í íslenskri málfræði störf við ReykjavíkurAkademíuna. Nýlegar rannsóknir hans eru um íslenskt fornmál og bragfræði, meðal annars um rísandi tvíhljóð í fornmáli og nýlega (2023) birtist í Mäl og Minne 115 1, greinin How inaccurate...