Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Aðalfundur 2012
Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar, Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna, verður haldinn föstudaginn 13. apríl kl. 12:15 í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör. Dagskrá...
Skráning hafinn
Búið er að opna fyrir skráningu á söguþingið. Nú þegar hafa um 90 fyrirlesarar tilkynnt þátttöku og settar hafa verið upp 20 málstofur.Ráðstefnugjald er 9.900 krónur og 4.900 fyrir háskólanema.
BASICS – VERKEFNIÐ
Á árunum 2011-2013 tók ReykjavíkurAkademían ásamt stofnunum og samtökum frá fimm öðrum löndum þátt í Grundtvig fullorðinsfræðsluverkefni Evrópusambandsins. Verkefnið hét BASICS – bibliodrama as a way of intercultural learning for adults eða: Söguspuni sem aðferð við...
Skráning
Opnað verður fyrir skráningu á Söguþingið þann 23. mars næstkomandi. Þátttakendur geta skráð sig á heimasíðu þingsins eða haft samband við Kristbjörn í síma 847-4107 eða gegnum netfangið [email protected]. Þátttökugjald er 9.900 krónur og 4.500 fyrir nemendur í...
Söguþing 2012
Fjórða íslenska söguþingið verður haldið í húsakynnum Háskóla Íslands 7.-10. júní 2012. Þessi þing eru orðin fastur viðburður, fyrsta þingið var haldið árið 1997, annað árið 2002 og hið þriðja árið 2006. Þingið nú þjónar sem áður allt í senn sem vettvangur fyrir...
Rannsóknamiðja ReykjavíkurAkademíunnar
Rannsóknamiðja ReykjavíkurAkademíunnar Vekjum athygli á því að hafinn er undirbúningur að stofnun Rannsóknamiðju ReykjavíkurAkademíunnar sem áætlað er að hefji starfsemi á haustdögum 2012. Rannsóknamiðjan mun sinna almennum fyrirspurnum nýdoktora og annarra fræðimanna...
Fréttatilkynning: Expansions sem rafbók
Bókin Expansions: Competition and Conquest in Europe Since the Bronze Age eftir sagnfræðinginn Axel Kristinssoni er nú fáanleg á Kindle-formi í vefverslun Amazon (http://www.amazon.com/dp/B0070XD7QY). Nú er því hægt er að kaupa stafræna útgáfu og lesa á tölvu,...
Rannsóknarverkefnið Reading and Writing From Below
Norræna rannsóknarverkefnið Reading and Writing From Below: Toward a New Social History of Literacy in the Nordic Sphere During the Long Nineteenth Century, hlaut nýlega styrk úr samstarfsverkefni norrænu rannsóknarráðanna, NOS-HS. Aðalumsækjandi var Dr. Tara Nordlund...
Jólakveðjur
ÁLYKTUN UM VELFERÐ GAGNRÝNNA ÍSLENDINGA
Stjórnir Hagþenkis, Rithöfundasambands Íslands, Bandalags þýðenda og túlka, Reykjavíkur Akademíunnar, Blaðamannafélags Íslands og PEN á Íslandi vilja af gefnu tilefni minna á eftirfarandi: Einn af hornsteinum stjórnarskrár Íslands er óskoraður réttur borgaranna til...