Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Tengsl – hreyfanleiki – heimsmynd, 9.nóv
Fyrirlestrarröð Mannfræðifélags Íslands, Tengsl – hreyfanleiki – heimsmynd, heldur áfram í ReykjavíkurAkademíunni þriðjudaginn 9. nóvember kl. 20:00. Kristján Þór Sigurðsson, doktorsnemi í mannfræði við Háskóla Íslands mun flytja erindið „Yfir á beinu brautina:...
Fréttatilkynning: Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age
ReykjavíkurAkademían kynnir bókina Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age eftir Axel Kristinsson. Mörg samfélög manna hafa tekið upp á því að þenjast út með tilheyrandi landvinningum og landnámi. Af hverju gera sum samfélög þetta en önnur...
Expansions: Competition and Conquest in Europe since the Bronze Age
Mörg samfélög manna hafa tekið upp á því að þenjast út með tilheyrandi landvinningum og landnámi. Af hverju gera sum samfélög þetta en önnur ekki? Hér er sett fram kenning sem getur skýrt mörg eða flest þessara tilvika svo sem útþenslu Grikkja á 7. og 6. öld f. Kr.,...
Framtíðarlandið – félag áhugafólks um framtíð Íslands
Framtíðarlandið - félag áhugafólks um framtíð Íslands Framtíðarlandið starfaði í ReykjavíkurAkademíunni á upphafsárum sínum. Um er að ræða þverpólitískt þrýstiafl og hugmyndaveita sem stuðlar að því að hugvit, frumkvæði og sköpunargleði fái að njóta sín til þess að...
Réttlætiskennd og samfélagssýn
Málþing Glímunnar, ReykjavíkurAkademíunnar og Skálholtsskóla laugardaginn 30. október 2010, kl. 10-16 í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð Mikið er nú rætt um þörfina á því að breyta leikreglum íslensks samfélags, gildismati þess og umræðuhefð. Segja má...
"Íslenskur mannfræðingur að vinna að jafnréttismálum í Bosníu og Herzegovínu."
Þriðjudaginn 12. október 2010 kl. 20:00 stendur Mannfræðifélag Íslands fyrir fyrirlestri í ReykjavíkurAkademíunni. Þar mun Hjálmar Gunnar Sigmarsson, MA í mannfræði og sérfræðingur á Jafnréttisstofu, lýsa reynslu sinni í Bosníu og varpa ljósi á stöðu jafnréttismála...
Aflaklær
Í gær, fimmtudaginn 23. september, var tilkynnt um starfsstyrki Hagþenkis 2010 við hátíðlega athöfn þar semstyrkþegum voru færðar rauðar rósir. 12 milljónum króna var úthlutað til 38 verkefna og voru akademónar sérdeilislega fengsælir. Gylfi Gunnlaugsson og Clarence...
Afskaplega virkir demónar
Haldið var öndvegiskaffi í morgun(15. sep) þar sem Kjartan Bollason umhverfisfræðingur ræddi um sjálfbærar byggingar. Jafnframt mættu sultudemónar með sulturnar sínar til stæra sig af þeim, öðrum demónum til ánægju. Aðrir demónar hafa verið virkir í fjölmiðlum,...
Þing haldið í minningu Ögmundar Helgasonar þjóðfræðings og cand mag í íslenskum fræðum
Laugardaginn 18. september verður haldið í Norræna húsinu þing í minningu Ögmundar Helgasonar en hann lést fyrir rúmum fjórum árum. Ögmundur var íslenskukennari í Menntaskólanum við Tjörnina (síðar við Sund) í áratug, stundaði síðan fræðistörf í Kaupmannahöfn...
Málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands
Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands. Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson flytur aðalfyrirlestur á málþinginu Þróun menningar og framtíð Íslands sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn...