Markmið H21 málþinga (Hugmyndir 21. aldarinnar) er að stuðla að þverfaglegri umræðu innan félags- og hugvísinda um strauma og stefnur í mannvísindum samtímans. Á hverju málþingi er stefnt saman fjórum nýdoktorum á sviði félags- og hugvísinda sem kynna rannsóknir sínar, ræða kenningarlegar undirstöður og tengingu við fræðilega strauma samtímans. Til þess að ná fram settum markmiðum eru fengnir fyrirlesarar úr ólíkum greinum hug- og félagsvísinda og við skipulag málþinganna er reynt að efla umræður og finna sameiginlega þræði fræðimannanna.
Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing 27.maí
Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:Fyrirlestraröð um "Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing" Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga. Annar...
Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing 13.maí
Attac á Íslandi og ReykjavíkurAkademían kynna:Fyrirlestraröð um "Einkavæðing, markaðsvæðing, heimsvæðing" Í maí og júní mun Attac á Íslandi gangast fyrir röð fyrirlestra. Þeir munu fjalla um einkavæðingu, markaðsvæðingu og hnattvæðingu undanfarinna áratuga. Fyrsti...
Sjálfsmynd þjóðar við upphaf fjöldaferðamennsku á Íslandi: Menningarminnið, pólitískar goðsagnir og landnámsmaðurinn 7.maí
ÍNOR og ReykjavíkurAkademían kynna Fyrirlestraröð um ímyndir og sjálfsmyndir.Í samstarfi við Háskólann á Bifröst Áttundi fyrirlesturinn verður haldinn í ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, frá kl. 12:00 -13:30 föstudaginn 7. apríl í fyrirlestrarsal á 4. hæð.Á...
Goðsagnir, ímyndir og stóveldahagsmunir 30. apríl
Sjöundi fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn 30. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Valur Ingimundarson, prófessor, flytur fyrirlesturinn Ísland og „norðurslóðir:...
Þýðingarverðlaun til akademóna
Í liðinni viku voru tveimur akademónum veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi þýðingar sínar sem komu út á síðasta ári.Jón Hallur Stefánsson rithöfundur og þýðandi hlaut þýðingarverðlaun barnabókaverðlauna menntaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Þjófadrengurinn Lee...
Nýr framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar
Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra af Viðari Hreinssyni, bókmenntafræðingi, sem gengt hafði stöðunni síðan 2005. Viðar var jafnframt kosinn nýr formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar á aðalfundi sem haldinn var 16. apríl...
Sjálfsmynd í kastljósi fjölmiðla 16. apríl
Sjötti fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn 16. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Heiða Jóhannsdóttir, kvikmynda- og menningarfræðingur, flytur fyrirlesturinn...
Aðalfundur 16. apríl
Aðalfundur ReykjavíkurAkademíunnar, Félags sjálfstætt starfandi fræðimanna, verður haldinn föstudaginn 16. apríl kl. 16:00 í fundarsal félagsins að Hringbraut 121, 4. hæð. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins og stjórnarkjör. Atkvæðisrétt á...
Loftslagsbreytingar á mannamáli 10. apríl
Loftslagsbreytingar á mannamáli - Hnattrænt samhengi og áhrif loftslagsbreytinga á búsetu, atvinnulíf og menningu - er heiti málstofu sem haldin verður í hátíðarsal ReykjavíkurAkademíunnar laugardaginn 10. apríl frá kl. 13 - 15:30. Heitt á könnunni og allir...
Um kotungshátt 9. apríl
Fimmti fyrirlestur í samstarfsverkefni ReykjavíkurAkademíunnar, ÍNOR og Háskólans á Bifröst fer fram í hátíðarsal akademíunnar föstudaginn 9. apríl frá klukkan kl. 12:00 -13:30. Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur, flytur fyrirlesturinn "Að hefjast í hærri stað og...