11.08.2025

Staða aðstoðarrannsakanda (research assistant) við verkefnið „Módernismi í íslenskri tónlist, 1945–1980“ er laus til umsóknar. Um er að ræða tímabundið verkefni, samtals 8 mannmánuði, og dreifist vinnan á tveggja ára tímabil, frá 2026 til ársloka 2027, eftir samkomulagi.

Um verkefnið:

„Módernismi í íslenskri tónlist, 1945–1980“ er þriggja ára rannsóknarverkefni á vegum ReykjavíkurAkademíunnar, með styrk úr Rannsóknasjóði. Markmiðið er að greina áhrif og viðtökur módernisma í íslensku tónlistarlífi, bæði í verkum íslenskra tónskálda og erlendum verkum sem flutt voru hér á landi. Megináhersla verður lögð á verk þeirra tónskálda sem mótuðu starf samtakanna Musica Nova á sjöunda og áttunda áratugnum, en þau voru Jón Nordal, Magnús Blöndal Jóhannsson, Leifur Þórarinsson, Jón S. Jónsson, Þorkell Sigurbjörnsson og Atli Heimir Sveinsson. Rannsóknastjóri verkefnisins er Árni Heimir Ingólfsson.

Aðstoðarrannsakandi mun aðstoða við söfnun og úrvinnslu heimilda um módernisma í íslenskri tónlist á árunum 1945–1980. Eðli starfsins mótast að einhverju leyti af menntun og reynslu viðkomandi og verður það útfært nánar í samráði við rannsóknastjóra. Hluti starfsins er einnig að aðstoða við skipulagningu og framkvæmd ráðstefnunnar „Musical Modernism in a Global Perspective“ sem haldin verður á Íslandi haustið 2026.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Rannsóknin hefur aðsetur í ReykjavíkurAkademíunni, Hafnarstræti 5, og hefur aðstoðarrannsakandi starfsaðstöðu þar. Gert er ráð fyrir að aðstoðarrannsakandi geti hafið störf 1. janúar 2026 eða síðar, eftir samkomulagi.

Umsókn skal fylgja ferilskrá (CV) og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfi. Allar nánari upplýsingar veitir rannsóknarstjóri verkefnisins, Árni Heimir Ingólfsson, í gegnum netfangið [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2025.