
Dagana 28. – 31. maí stóð yfir NOFOD dansráðstefna í húsnæði Listaháskóla Íslands að Sölvhólsgötu undir yfirskriftinni EXPANDING NOTIONS: Dance-Practice-Research-Method.
Ráðstefnan var á vegum NOFOD, Nordic Forum for Dance Reserach í samstarfi við Listaháskóla Íslands og ReykjavíkurAkademíuna. Á ráðstefnunni var sjónum beint að aðferðafræðilegum vandamálum tengdum rannsóknum á dansi og listum meðal annars útfrá þekkingarfræðilegum spurningum. Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar voru Eeva Helena Anttila prófessor í kennslufræðum við University of the Arts í Helsinki en erindið hennar ber titilinn; „On be(com)ing and connecting: Participatory approaches to dance research and pedagogy“ og Efva Lilja sjálfstætt starfandi listamaður og listrænn rannsakandi en hún hefur í rúma tvo áratugi unnið að því að skapa jarðveg fyrir listamenn til að vinna að rannsóknum í gegnum þeirra eigin listræna veruleika sem metnar væru í háskólaumhverfinu.
Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vef rástefnunnar.