1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nordplus styrkur í hús

Nordplus styrkur í hús

by | 18. Jun, 2024 | Fréttir

Nýverið hlaut ReykjavíkurAkademían Nordplus Voksen styrk til tveggja ára þróunarverkefnis á
sviði ritlistarkennslu. Rithöfundarnir og ritlistarkennararnir Björg Árnadóttir og Oddný Eir taka
þátt í verkefninu fyrir hönd RA.

Nordplus Voksen er áætlun á sviði almennrar og starfsmiðaðrar fullorðinsfræðslu. Markmiðið er að efla lykilfærni fullorðinna og að styðja það mikilvæga hlutverk óformlegrar fullorðinsfræðslu að hjálpa almenningi að fóta sig í síbreytilegu samfélagi.

 

Norrænt heiti samstarfsverkefnsins er Skriv og lær – insikt og utsikt. Það veitir íslenskum, norskum og færeyskum ritlistarkennurum færi á að skoða og spegla eigin kennsluaðferðir og þróa saman námsefni um ritlist sem leið til að uppgötva innri og ytri heima.

 

Verkefnið stendur raunar á gömlum merg enda er það afsprengi tveggja norrænna ritlistarverkefna, OrdiNord, sem Björg Árnadóttir tók þátt í um árþúsundamótin. Það er gaman að segja frá því að umsóknin fékk hæstu einkunn og verkefnið fullan styrk.

 

Við í ReykjavíkurvíkurAkademíunni óskum Björg og Oddnýju hjartanlega til hamingju og vitum að þetta spennandi verkefni er í frábærum höndun.