Út er komin – á íslensku, norsku og ensku – bókin Raðval og sjóðval — Staðan í árslok 2018. Greinar og athugasemdir síðan 2003. Höfundurinn Dr. Björn Stefánsson hefur lengi rannsakað aðferðir við atkvæðagreiðslur og kosningar og er forstöðumaður Lýðræðissetursins sem hýst er í ReykjavíkurAkademíunni.
Aðferðirnar raðval og sjóðval voru fyrst kynntar í ritinu Lýðræði með raðvali og sjóðvali, sem Lýðræðissetrið gaf út árið 2003, fyrst á íslensku og norsku og síðar á ensku og fleiri tungumálum. Í báðum ritunum eru tilbúin og raunveruleg fjölbreytileg dæmi um raðval og sjóðval, sem hægt er að styðjast við.