Jón Kristinn Einarsson vinnur um þessar mundir að útgáfu bókar um séra Jón Steingrímsson og aðkomu hans að neyðaraðstoð vegna Skaftárelda, sem kemur út hjá Sögufélagi og byggir á BA-ritgerð hans við Háskóla Íslands. Hann er einnig að ljúka ritun á yfirliti um sögu íslenskra kosningalaga með áherslu á kjördæmaskipan og aðferðir við úthlutun þingsæta í Alþingiskosningum. Þá tekur hann að sér skráagerð fyrir fræðirit. Jón hefur í haust meistaranám í Evrópusögu við Columbia-háskóla í New York, á styrkjum frá Fulbright-stofnuninni og Stofnun Leifs Eiríkssonar.
ReykjavíkurAkademían býður Jón Kristinn velkominn í hóp sjálfstæðra fræðimanna í Þórunnartúni 2.