Dr. Sveinn Máni Jóhannesson hefur hafið störf í ReykjavíkurAkademíunni. Sveinn sem gegnir Fennell nýdoktorstöðu í sagnfræði við Edinborgar-háskóla lauk doktorsprófi frá sagnfræðideild Cambridge-háskóla árið 2018. Rannsóknir Sveins lúta að stjórnmála- og hugmyndasögu Bandaríkjanna á nítjándu öld, og þá sérstaklega tengslum ríkisþróunar við vísindi og tækni auk beitingu neyðarvalda á krísutímum. Rannsóknir hans hafa birts í Journal of American History. Í lok árs 2020 kemur út bók í ritstjórn hans og Vals Ingimundarsonar um popúlisma og neyðarstjórnmál hjá Routledge. Þá hefur Sveinn skrifað um íslenska hugmyndasögu á nítjándu öld í Sögu.