ReykjavíkurAkademían hefur ráðið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra frá 1. október 2019. Anna Þorbjörg tekur við af Svandísi Nínu Jónsdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin tvö ár og heldur nú á vit nýrra ævintýra.
Anna Þorbjörg er með meistaragráðu í sagnfræði og í safnafræði og hefur lagt stund á doktorsnám í sagnfræði. Samhliða doktorsnámi hefur Anna sinnt ýmsum störfum m.a. var hún framkvæmdastjóri Safnaráðs og safnstjóri Lækningaminjasafns Íslands árin 2008-2013. Anna Þorbjörg er sýningarstjóri sýningarinnar Hjúkrun i 100 ár sem verður opnuð í Árbæjarsafni 19. júní 2019.
RA býður Önnu Þorbjörgu velkomna til starfa!