1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Nýr framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

Nýr framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar

by | 21. Nov, 2024 | Fréttir

Auðunn Arnþórsson Arndís BergsdóttirReykjavíkurAkademían hefur ráðið Arndísi Bergsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra frá 1. desember 2024 og var hún valin úr fjölmennum hópi umsækjenda. Arndís tekur við af Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur sem gegnt hefur stöðunni undanfarin sex ár.

Arndís er með doktorspróf í safnafræði frá Háskóla Íslands og býr yfir fjölbreyttri starfsreynslu, meðal annars ríflega tíu ára reynslu af verkefnastjórnun og rannsóknum á sviði hug- og félagsvísinda. Hún hefur starfað sem rannsóknasérfræðingur og verkefnastýra við Rannsóknasetur Margrétar II Danadrottningar og Vigdísar Finnbogadóttur um haf, loftslag og samfélag (ROCS) við Háskóla Íslands. Hún var nýdoktor í Öndvegisverkefninu Fötlun fyrir tíma fötlunar og hefur kennt við háskólastofnanir og gegnt ýmsum stjórnunarstörfum. Arndís hefur verið safnstýra Iðnaðarsafnsins á Akureyri, framkvæmdastýra Rannsóknaseturs í safnafræðum og er ritstýra ritrýnda tímaritsins Nordisk Museologi. Þá sat hún áður í stjórn AkureyrarAkademíunnar, meðal annars sem formaður stjórnar.

ReykjavíkurAkademían  býður Arndísi velkomna til starfa.