Í dag var undirritaður nýr þjónustsamningur Akademíunnar við Reykjavíkurborg sem að þessu sinni gildir fyrir árin 2020 – 2022. Samstarfið hefur um árabil verið mikilvægur þáttur í starfsemi hennar og staðið undir fjölbreyttum viðburðum og þjónustuverkefnum sem hafa verið leyst vel af hendi. Fyrsti samningurinn sem var til 3ja ára var undirritaður árið 2004 og þar var kveðið á um að fræðimenn RA taki að sér ýmis verkefni, ýmist að eigin frumkvæði eða að beiðni borgarinnar. Samningurinn var endurnýjaður árið 2007. Frá árinu 2010 hefur samningur verið gerður til árs í senn og áhersla verið á skilvirkan samning sem kemur báðum aðilum til góða.