Fela skráningarskilmála
Upplýsingar um meðferð persónuupplýsingar
Eftirfarandi upplýsingar um meðferð ReykjavíkurAkademíunnar ses á persónuupplýsingum byggja á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679.
Lögmætur grundvöllur
Á grundvelli umsóknar um aðild að Félagi ReykjavíkurAkademíunnar (FRA) safnar og varðveitir ReykjavíkurAkademían eftirfarandi persónuupplýsingar, nafn, kennitölu, netfang, síma, háskólagráður og menntun. Tilgangurinn er að halda utan um félagana, eiga við þá samskipti og gæta réttinda þeirra sem hóps gagnvart opinberum aðilum.
Vinnsla persónuupplýsinganna byggjast á upplýstu samþykki þínu og aðild þinni að FRA.
Nafn og kennitala eru nýtt til þess að senda út reikninga í nafni félagsins, netfangið til að koma til þín, í gegnum Akademónar – póstlista FRA, fréttabréfum, könnunum og tilkynningum sem allar varða markmið félagsins. Einnig póstum sem varða aðild þína að félaginu.
Þá eru gögn nýtt til að vinna tölfræðigögn fyrir opinbera aðila.
Meðferð og vernd persónuupplýsinganna
Persónuupplýsingar eru varðveittar hjá ReykjavíkurAkademíunni svo lengi sem þú velur að vera aðili að FRA. Nafn og kennitala, menntun og prófgráða verða áfram varðveitt hjá félaginu sem hluti af sögu þess en upplýsingum um netfang og síma er eytt verði þess óskað.
Upplýsingarnar eru verndaðar með viðeigandi tæknilegum ráðstöfunum og eru ekki afhentar þriðja aðila nema samið verði um það sérstaklega.
Réttindi þín
Þú getur hvenær sem er hætt sem félagi í FRA með því að senda tölvupóst á skrifstofu RA (ra [hja] akademia.is). Þá verða samskipti milli þín og ReykjavíkurAkademíuna stöðvuð og persónuupplýsingar fjarlægðar sé þess óskað. Nafn, kennitala, menntun og prófgráða verða þó varðveitt áfram sem söguleg gögn sem og upplýsingar um hvenær þú varst skráð(ur) í félagið.