1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Öráreitni: Fordómar og fræði…

Öráreitni: Fordómar og fræði…

by | 18. Nov, 2015 | Fréttir, H-21, Upptökur, Viðburðir RA

HUGMYNDIR 21. ALDARINNAR

ÖRÁREITNI

Fordómar, fræði…

Upptökur af málþingi ReykjavíkurAkademíunnar sen gakdup var
föstudaginn 13. nóvember 2015, kl. 11:00 – 15:00
í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Þórunnartúni 2, 4. hæð.

Movie icons 01 512 Smellið á nöfn fyrirlesara til að nálgast upptökur af fyrirlestrunum. Movie icons 01 512

Sesselja G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri RA setur málþingið.

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir: Ég er að fara á fund með þessari stúlku þarna: Öráreitni og fordómar í íslenskusamhengi.

Finnur Dellsén: Rökleysur eða hugsunarleysi: Um hlutdrægni í vísindum.

Eyja Margrét BrynjarsdóttirAð feika það í heimspekinni. Hvernig geta konur verið heimspekingar?

Marco Solimene(Romani) Pride & (anti-Romani) Prejudice in neoliberal Europe.

Umræður

Umræðustjóri var Jón Ólafsson

 

ÚTDRÆTTIR ÚR ERINDUNUM og UM HÖFUNDA

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir

 „Ég er að fara á fund með þessari stúlku“: ör-áreitni (e. micro-aggressions) og fordómar í íslensku samfélagi

Fáir eða engir vilja heyra að þeir hafi fordóma. Eftir sem áður eru ýmsar hugmyndir og athafnir fólks fordómafullar án þess að það geri sér endilega grein fyrir því. Slíkir fordómar hafa verið skilgreindir sem ör-áreitni, (e. micro-aggression) (Sue, 2007; Tomiko, 2007). Hugtakið ör-áreitni kom fyrst fram í rannsókn Pierce (1978) þar sem hann fjallaði um fyrirmyndir og staðalímyndir sem birtast um minnihlutah
ópa í fjölmiðlum og þá sérstaklega þá hópa sem hafa  annað litaraft  en þeir sem teljast ráðandi hópur í samfélögum. Síðan hafa Sue og félagar (2004) unnið áfram með hugtakið og skilgreint þrjár eftirfarandi tegundir af ör-áreitni: ör-árás, (e. micro-assaults), ör-ógilding, (e. micro-invalidations) og ör-móðgun, (e.micro-insults). Hér eru þessar hugmyndir skoðaðar útfrá gögnum úr íslenskum fjölmiðlum frá árinu 2012 til 2015, lögum og aðalnámskrá grunnskóla. Algengar birtingarmyndir þessara fordóma eru krufnir og hvernig einstaklingar í íslensku samfélagi gætu átt á hættu að verða fyrir þeim en algengt er að fólk sem fordómarnir bitna á sé talið vera ýmist of viðkvæmt eða að það geri úlfalda úr mýflugu.Í lokin er fjallað um það hvernig hægt sé að bregðast við ör-áreitni, bæði í eigin hugarheimi og utan hans t.d. í skólum og annars staðar í stofnunum samfélagsins, þar sem þeir kunna að birtast.

Brynja Elísabeth Halldórsdóttir (f. 1970) er doktor frá Minnesotaháskóla í alþjóðamenntunarfræðum með áherslu á fjölmenningu og jafnræðishugmyndir fyrir jaðarhópa í skólum og þjóðfélögum. Hún starfar nú sem lektor í uppeldis- og menntunarfræðideild þar sem hún sinnir kennslu og hefur umsjón með alþjóðlegu námi í menntunarfræðum. Brynja stundar rannsóknir á stöðu innflytjenda og samþættingu í fjölmenningarlegu samfélagi. Netfang: [email protected]

Finnur Dellsén

Rökleysi eða hugsunarleysi? Um hlutdrægni í vísindum

Útdráttur: Feminískir vísindaheimspekingar á borð við Helen Longino og Heather Douglas hafa fært fyrir því rök að hlutdrægni geti haft óeðlileg áhrif á niðurstöður vísindarannsókna. Hingað til hafa rökin fyrir þessu fyrst og fremst verið af tvennum toga. Annars vegar hafa verið færð rök fyrir því að hlutdrægir gildisdómar brúi bilið milli athugana og kenninga sem kenndar er við „vanákvörðun“ vísindakenninga (Longino). Hins vegar hafa verið færð rök fyrir því að hlutdrægir gildisdómar ákvarði hvenær rök fyrir kenningu eru talin nægilega sterk til að samþykkja megi kenninguna (Douglas). Í þessum fyrirlestri verða færð rök fyrir því að hvorki Longino né Douglas sýni fram á að hlutdrægni hafi verulega skaðleg áhrif á niðurstöður vísinda. Á hinn bóginn verður sýnt fram á að hlutdrægni geti haft áhrif á niðurstöður vísinda með öðrum hætti en þeim sem Longino og Douglas benda á. Í stuttu máli má segja að hlutdrægni geti orðið til þess að mikilvægum kenningum sé ekki veitt nægileg athygli til að þróa kenningar áfram og bera þær saman við athuganir. Sé þetta rétt gætum við þurft að endurskoða viðteknar hugmyndir um hvernig best sé að koma í veg fyrir óæskilega hlutdrægni í vísindum.

Finnur Dellsén lauk doktorsnámi í heimspeki við University of North Carolina at Chapel Hill árið 2014. Hann starfar nú við stundakennslu í Háskóla Íslands og við ritstörf með styrk frá Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna. (Fyrirlestur Finns er hluti af undirbúningi hans fyrir rannsókn sem sjóðurinn styrkti, „Vísindi, samfélag og gagnrýnin hugsun“.) Rannsóknasvið Finns eru vísindaheimspeki, þekkingarfræði og siðfræði, en þó sérstaklega sniðmengi þessa þrenns (þ.e.a.s. siðfræði og þekkingarfræði vísinda).

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Að feika það í heimspekinni: Hvernig geta konur verið heimspekingar?

Á meðan konum hefur fjölgað í mörgum vísinda- og fræðigreinum sker heimspekin sig úr meðal hugvísinda hvað kynjahlutföll varðar. Konum hefur fjölgað afar hægt í heimspeki og hlutfall kvenna í störfum við heimspekideildir háskóla í nágrannalöndum okkar er yfirleitt eitthvað um 20%. Á undanförnum árum hefur talsvert verið gert til að rannsaka hvað það er sem mögulega getur valdið fjarveru kvenna úr heimspeki, umfram fjarveru úr öðrum greinum sem eiga margt sameiginlegt með heimspekinni. Ýmsar kenningar hafa verið settar fram en meðal þess sem vert er að horfa til eru undirliggjandi fordómar, máttur staðalmynda og ríkjandi viðhorf innan heimspekinnar um hvernig eigi að leggja stund á hana. Ég mun fara yfir nokkur af þessum atriðum og halda því fram að þau valdi öráreitni fyrir konur í heimspeki. Einnig held ég því fram að það sé afar mikilvægt fyrir jafnréttisbaráttu kvenna yfirleitt að konur séu sýnilegar í greinum eins og heimspeki sem eru tengdar gáfumannaímyndinni.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir lauk doktorsprófi í heimspeki frá Cornell University árið 2007 með sérhæfingu í frumspeki og hugspeki. Hún starfar nú sem sérfræðingur við Heimspekistofnun Háskóla Íslands við tvö rannsóknarverkefni á vegum Rannís. Annað er „Veruleiki peninga“, frumspekileg rannsókn á eðli og gildi peninga en hitt er „Umbreyting heimspekinnar með femínískri heimspeki“ sem fæst við endurskoðun manneðlishugtaks heimspekinnar.

Marco Solimene

(Romani) Pride & (anti-Romani) Prejudice in neoliberal Europe

The radicalization of anti-Romani sentiments and the increased difficulties faced by Europe‘s Romani population during the last two decades triggered growing concerns in the EU; hence, the outlining of programs supporting Roma-related initiatives, and the emergence of human rights and minority discourses that consolidated alongside an embryonic Romani political movement. The pro-Roma agenda focused on the fight against prejudices, which were identified as main source of discrimination against Roma throughout Europe. Despite many efforts, anti-Romani sentiments are growing stronger, the conditions of Romani communities in Europe are worsening, and Romani intellectuals and politicians are facing a problem of representation in front of the people (the Roma) they supposedly speak for.

This paper provides a glimpse of the complex landscape of the pro-Roma discourses carried out, in contemporary Europe, by institutional actors and NGOs, as well as Romani activists and intellectuals. It shows that the fight against prejudice and the struggle for political recognition pivot on other prejudices that, ironically, may confirm stereotypical images of the Roma as backward Others; and it argues that the neo-liberal agenda’s support to multiculturalism and Romani politics of recognition may at times walk hand in hand with anti-Romani sentiments. 

Marco Solimene has a PhD degree in Social Anthropology, awarded in 2014 from the University of Iceland. He has been doing fieldwork in Romani communities since 1999 and at the moment is involved, as post-doctoral researcher of the University of Iceland, in two research projects concerning Roma: one project investigates Romani conceptualizations and practices of space and movement within the EU, the other is framed within the EEA-Research Programme “The Untold Story. An Oral History of the Roma People in Romania”.