1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Skýrslan: Gagnagrunnur yfir starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðimanna.

Skýrslan: Gagnagrunnur yfir starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðimanna.

by | 30. Sep, 2022 | Fréttir, Skýrslur og greinargerðir, Útgáfa RA

Sumarið 2022 smíðuðu sagnfræðinemarnir Pétur Stefánsson og Jens Arinbjörn Jónsson gagnagrunn sem tekur til upplýsinga um störf hundruð sjálfstætt starfandi fræðafólks sem á tímabilinu 1997-2021 starfaði, um lengri eða skemmri tíma í Reykjavíkur- og AkureyrarAkademíunni,

Gagnagrunnurinn var afurð rannsóknarverkefnisins Störf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðafólks sem var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnin í samstarfi við AkureyrarAkademíuna. Markmið verkefnisins var safna í heilstæðan gagnagrunn tiltækum upplýsingum um afurðir og störf fræðafólks sem hefur starfað við ReykjavíkurAkademíuna og AkureyrarAkademíuna á tímabilinu 1997–2022. Leiðbeinandi var Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir sagnfræðingur og safnafræðingur og framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Þá komu að verkefninu þau Sigurgeir Finnsson forstöðumaður Bókasafns Dagsbrúnar, Lilja Hjartardóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar Aðalheiður Steingrímsdóttir kennari og sagnfræðingur.

Pétur Stefánsson og Jens Arinbjörn Jónsson unnu í samvinnu við leiðbeinenda sinn, Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur skýrsluna: Gagnagrunnur yfir starf og afurðir sjálfstætt starfandi fræðimanna. Rannsóknarskýrsla. (Reykjavík, 2022) RA 2022-4