1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Ný skýrsla: Nýtt skipulag ReykjavíkurAkademíunnar

Ný skýrsla: Nýtt skipulag ReykjavíkurAkademíunnar

by | 21. Nov, 2024 | Fréttir, Skýrslur og greinargerðir

Veturinn 2023-2024 fór fram umfangsmikil vinna á vegum stjórnar sem fólst í því að endurskoða starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar. Auk þess að festa niður samvinnu á milli stjórnar stofnunarinnar og stjórnar og félaga í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar þá var farið í gagngera endurskoðun á hlutverki og starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar ses. og þjónustu við félaga FRA.

Verkefnið var afar umfangsmikið og ákvað stjórn að á meðan yrðu önnur verkefni lögð til hliðar, þar á meðal áform um að halda Fræðaþing 2024, þróun gagnagrunns um störf sjálfstætt starfandi fræðafólks og innleiðing rafrænnar þjónustu við fræðafólkið. Til þess að ná utan um verkefnið voru myndaðir fjölmargir vinnuhópar sem fóru ásamt framkvæmdastjóra ofan í kjölinn á ýmsum málum sem varða hlutverk og stjórnun stofnunarinnar og þjónustu við fræðafólk. Að þeirri vinnu lokinni þá lögðu vinnuhóparnir fyrir stjórn mótaðar tillögur til úrbóta til frekari umræðna og ákvörðunar.

Yfirsýn yfir niðurstöðu þessarar vinnu er að finna í nýrri skýrslu: Nýtt skipulag ReykjavíkurAkademíunnar. Starf vinnuhópa stjórnar 2023-2024. Ritstjórar Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir og Lilja Hjartardóttir (nóvember 2024) RA-2024-10.