Tilgangur ReykjavíkurAkademíunnar ses er samkvæmt 3. gr. Samþykkta stofnunarinnar (2006) að vera vettvangur fræðilegra rannsókna og miðlunar, með sérstakri áherslu á þverfaglegar rannsóknir og alþjóðleg samstarf. Í því skyni skal stofnunin m.a. reka miðstöð sjálfstætt starfandi fræðimanna, standa fyrir virku samstarfi þeirra og umræðu um samfélag og menningu. Einnig á stofnunin að annast kennslu á háskólastigi, standa að nýjungum í háskólakennslu, veita ferskum straumum inn í íslenskt fræðasamfélag og standa fyrir útgáfu fræðirita. Þá er stofnunni skv. gildandi samningi við stjórnvöld m.a. ætlað að reka menningarmiðstöð, bjóða markhópi stofnunarinnar upp á starfsaðstöðu og vera málsvari, þ.e. „[veita stjórnvöldum ráðgjöf og aðstoð] varðandi stefnumótandi atriði á starfssviði RA þegar eftir því er leitað, m.a. í þágu starfsemi Vísinda- og tækniráðs.“ Nú á vordögum hefur þetta víðtæka hlutverk stofnunarinnar verið rætt og kjarnað í eftirfarandi fjórum orðum sem saman ná að lýsa starfseminni: MÁLSVARI – MIÐSTÖÐ – RANNSÓKNIR -ÞEKKINGARMIÐLU
Öll þessi svið starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar voru í endurskoðun og mótun á starfsárinu 2023- 2024 og í skýrslunni Þekkingarmiðlun RA. Rammi um útgáfu fræðirita. Ritstjóri Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir (Reykjavík, júlí 2024). RA-2024-8 er athyglinni beint að þekkingarmiðlun RA og þá sérstaklega að því hvað má gera betur varðandi stuðning RA við útgáfu fræðirita og hvert skal stefnt.