1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Miðstöð fræða í Hafnarstræti – viðskiptaáætlun

Miðstöð fræða í Hafnarstræti – viðskiptaáætlun

by | 4. Dec, 2024 | Fréttir

Á starfsárinu 2023-2024 fór stjórn ReykjavíkurAkademíunnar í viðamikla endurskoðun á starfsemi stofnunarinnar, hlutverki hennar og þjónustu við fræðafólk. Gripið var til fjölmargra aðgerða, sú stærsta án efa að flytja stofnunina í Hafnarstræti 5 í húsnæði sem er staðsett innan sporbaugs fræða og menningar sem er að byggjast upp í Vatnsmýrinni og Kvosinni er sveigjanlegt og þjónar vel þörfum Akademíunnar.

Nokkrar ástæður lágu þar að baki, sú veigamesta án efa að rekstur  öflugrar miðstöðvar fyrir fræðafólk með atvinnu af fræði- og ritstörfum og listum er miðlæg í starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar og mikilvægt að efla þann þátt starfseminnar og auka þá þjónustu sem er veitt öllum félögum í Félagi ReykjavíkurAkademíunnar. Markmiðið er að ReykjavíkurAkademían verði samfélagsleg miðja fræðafólks sem starfar utan háskólanna og miðstöð fræða myndi hryggjarstykkið í „sjóðandi heitu“ samfélagi fræðafólks. Þar skal vera hátt til lofts og vítt til veggja, nóg af tækifærum til þess að taka þátt í óformlegum umræðum, sækja og standa fyrir fyrirlestrum, málþingum, námskeiðum, vinnustofum, ráðgjöf og taka þátt í almennu félagslífi fræðafólks og hvers konar gleðskap.

Ákveðið var að birta viðskiptaáætlunina á formi skýrslu enda mikilvægt að félagar geti kynnt sér þau áform stjórnar sem snúa að eflingu á þjónustu og bættu aðgengi fræðafólks sem starfar sjálfstætt.

 

Miðstöð fræða í Hafnarstræti 5. Viðskiptaáætlun. Ritstjóri Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir (desember 2024) RA-2024-8