Á dögunum skrifaði ReykjavíkurAkademían undir endurnýjaðan samstarfssamning við Eflingu – stéttarfélag um varðveislu Bókasafns Dagsbrúnar til næstu þriggja ára. Bókasafnið er sérfræðisafn á sviði atvinnulífsrannsókna og verkalýðsmála.
Markmið safnsins er tvíþætt. Annars vegar að halda utan um og gera aðgengilegt, gott safn heimilda um stjórnmála- og atvinnusögu sem og verkalýðsbaráttu íslenskra launamanna að fornu og nýju og þannig styðja við möguleika á rannsóknum á þeim sviðum. Hins vegar að þjóna fræðimönnum, háskólanemum og almenningi sem áhuga hafa á því sviði sem safnkostur safnsins spannar.
Efling hefur verið dyggur stuðningsaðili RA frá árinu 2003 þegar fyrsti samningurinn um vörslu bókasafnsins var undirritaður.