Rannsóknarþjónusta
Rannsóknarþjónusta (RannsóknarSmiðja RA) var stofnuð í byrjun árs 2014 í þeim tilgangi að efla og styrkja akademískar rannsóknir innan Akademíunnar og halda utan um fræðilega viðburði á vegum stofnunarinnar.
Rannsóknarverkefni
Á vegum ReykjavíkurAkademíunnar er unnið að hagnýtum og fræðilegum rannsóknum einkum á hug- og félagsvísindasviði. Undir hennar hatti starfa fræðimenn í ýmsum samstarfsverkefnum sem standa yfir í lengri eða skemmri tíma. Rannsóknirnar eru af ýmsum toga og afurðir þeirra fjölbreyttar.