1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » ReykjavíkurAkademían flyttur í nýtt húsnæði

ReykjavíkurAkademían flyttur í nýtt húsnæði

by | 2. Oct, 2014 | Fréttir

undirskrift

 

Í gær miðvikudaginn 1. október varð framtíð húsnæðismála ReykjavíkurAkademíunnar ljós þegar

Sesselja G. Magnúsdóttir starfandi framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar ses. og Pétur

Guðmundsson forstjóri Eyktar, þekkingarfyrirtækis í byggingariðnaði, skrifuðu undir samning um leigu

Akademíunnar á húsnæði í Þórunnartúni 2 (áður Skúlatún 2) til næstu 10 ára. Samningurinn gerir

ráð fyrir skrifstofurými fyrir fræðimenn, litlum sal fyrir viðburði ReykjavíkurAkademíunnar og þeirra

félaga og einstaklinga sem henni eru tengd auk rýmis fyrir bókasafn Dagsbrúnar sem verið hefur í

umsjá ReykjavíkurAkademíunnar síðan 2003.