ReykjavíkurAkademían kynnir með stolti nýjan samstarfssamning við Reykjavíkurborg sem undirritaður var 29. september síðastliðinn. Markmið samningsins er að greina óleyfilega búsetu (þ.e. búsetu í atvinnuhúsnæði) í Reykjavík með áherslu á tilkomu hennar og birtingarmynd, aðbúnað og réttindi íbúa, m.a. með tilliti til mansals og réttinda verkafólks. ReykjavíkurAkademían hefur umsjón með verkefninu og hefur ráðið Jón Rúnar Sveinsson, félagsfræðing, í tímabundna stöðu verkefnisstjóra. Niðurstöður verða svo kynntar á ráðstefnu um óleyfilega búsetu föstudaginn 17. nóvember, kl. 13:00-17:00.
Dagskrá og efni ráðstefnunnar verða kynnt fljótlega á heimasíðu RA.