Föstudaginn 19. október síðastliðinn skrifaði Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Svandís Nína Jónsdóttir hjá ReykjavíkurAkademíunni undir tveggja milljóna króna styrktarsamning til eins árs. Tilgangur samningsins er gagnkvæmur ávinningur, þar sem Reykjavíkurborg styrkir starf RA í menningar-, hug-, og félagsvísindum en fær á móti ráðgjöf og sérfræðiaðstoð í þeim verkefnum sem ReykjavíkurAkademían hefur sérþekkingu á. Á myndinni eru (frá vinstri): Dr. Ingunn Ásdísardóttir, stjórnarformaður RA ses, Svandís Nína Jónsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri RA ses, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri, og Kristín Jónsdóttir, meðstjórnandi RA ses.