Sértilboð á merkilegri bók:
Fræðimenn í flæðarmáli: Saga ReykjavíkurAkademíunnar, eftir dr. Árna Daníel Júlíusson sagnfræðing. Bókin er 115 blaðsíður í allstóru broti, prýdd fjölda mynda og litprentuð.
Þar er tilurð, saga og starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar rakin og sett í vítt mennta- og menningarsögulegt samhengi. ReykjavíkurAkademían var nýtt og gagnrýnið afl á akademískum vettvangi og bjó sjálfstætt starfandi fræðimönnum starfsumhverfi sem auðveldaði þeim að láta til sín taka. Hún krafðist þess líka að kraftar vel menntaðra fræðimanna í hug- og félagsvísindum yrðu nýttir betur.
ReykjavíkurAkademían mótaðist á tímabili sem einkenndist af leyndum og ljósum fjandskap í garð gagnrýninna hug- og félagsvísinda. Í bókinni er meðal annars sýnt fram á hvernig stjórnvöld byggðu upp alvarlega slagsíðu í íslensku háskólanámi þar sem viðskiptatengdum greinum var hampað á kostnað gagnrýninna fræða og háskólar landsins súpa nú seyðið af. Þess vegna er bókin ekki einungis heimild um starfsemina í JL-húsinu þar sem um 250 manns hafa tekið þátt, heldur einnig framlag til mennta- og menningarsögu Íslands á örlagaríku tímabili. Og ekki má heldur gleyma að ReykjavíkurAkademían getur lagt mikið af mörkum til endurmats og nýrrar uppbyggingar háskólasamfélagsins eftir kreppuna miklu.
Við bjóðum bókina á tilboðsverði til vina og velunnara að fornu og nýju: 3500 kr. Tilboðið gildir til föstudagsins 4. desember 2009.
Hægt er nálgast hana á skrifstofu ReykjavíkurAkademíunnar kl. 10-12 alla virka daga (þá þarf að greiða í reiðufé), eða greiða hana fyrirfram og panta með tölvupósti á netfangið [email protected]
Þá þarf að fylgja heimilisfang til að senda á og greiðslukvittun úr heimabanka, upphæðin greiðist inn á:
0334 26 051385 – kt. 500506 0240
Fyrir þá sem ekki geta sótt bókina er frí heimsending