Þann 15. maí 2024 undirrituðu framkvæmdastjórar AkureyrarAkademíunnar og ReykjavíkurAkademíunnar nýjan samstarfssamning Akademíanna til næstu þriggja ára. Markmið samningsins eins og fyrr að efla samstarf milli stofnananna og fræðimanna þeirra með áherslu á samráðsfundi og málþing, miðlun hagnýtra og stjórnunartengdra upplýsinga, rannsóknir og miðlun og nýtingu aðstöðu og húsnæðis.