1. Forsíða
  2.  » 
  3. Fréttir
  4.  » Skjalastefna RA og málalykill

Skjalastefna RA og málalykill

by | 19. Jun, 2024 | Fréttir, Skýrslur og greinargerðir

Töluvert hefur vantað upp á að gögn tengd starfsemi ReykjavíkurAkademíunnar hafi varðveist eða hafa verið aðgengileg fyrir starfsfólk og stjórnir. Þessi staða hefur hindrað dregið úr krafti stofnunarinnar og því ákváðu stjórnendur hennar að taka á málinu.

Samþykkt var Gagnavistunarstefna ReykjavíkurAkademíunnar á fundi stjórnar 24. apríl 2024, sú fyrsta í sögu stofnunarinnar.

Þá var samþykktur Málalykill og birtur á vef stofnunarinnar í skýrsluröð RA (RA-2024-8).

Í tengslum við skoðun á gögnum stofnunarinnar var gengið var fengið staðfest frá Þjóðskjalasafni að RA ses er ekki skjalaskyldur aðili. Hins vegar er öll ástæða til þess að huga betur að skjölum stofnunarinnar. Allir þeir sem komið hafa að stjórnun ReykjavíkurAkademíunnar eða vinnu í tengslum við rannsóknir, viðburði, nefndarsetur og þess konar og búa yfir skjölum sem gætu átt heima í gagnasafni RA eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu RA.

Liður í þeirri vinnu er rannsóknaverkefnið ReykjavíkurAkademían 19972022 sem Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir hefur stýrt. Það gengur út á að safna í skjalasafn RA heimildum sem varða starfsemi félagsins og stofnunarinnar á tímabilinu 1997−2022. Meginmarkmiðið er að gera fylla í skörð gagnasafns RA, endurgera félagatal FRA 1997−2022 og vinna úr efni til birtingar á vefsíðu stofnunarinnar undir yfirskriftinni Sögubrot.