Í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar birtist stórskemmtileg grein eftir Ástu Kristínu Benediktsdóttur íslenskufræðing, Sódómískur Skrautdans. Halldór Laxness, Vefarinn og hinsegin (bókmennta)saga. Heftið er helgað Nóbelskáldinu en í ár eru hundrað ár liðin frá útgáfu Barns náttúrunnar. Í grein sinni skoðar Ásta Kristín hinseginleikann í Vefaranum mikla frá Kasmír og þátt Laxness í hinsegin bókmenntasögu. Sódómískur skrautdans er ein af hliðarafurðum doktorsritgerðar um Elías Mar við Háskóla Íslands 1. nóvember næstkomandi. Ritgerð Ástu Kristínar nefnist Facing the Heartbeat of the World. Elías Mar, Queer Performativity and Queer Modernism.