Nýlega úthlutaði Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna starfsstyrkjum til þrjátíu og tveggja fræðirithöfunda. 50 umsóknir bárust og samtals var úthltað 20 miljónum króna. Þrjú verkefni hlutu hæsta styrk, 1.200.000 kr, tvö 1.000.000 kr., eitt 800.000 kr. og fjögur 700.000 kr. Einnig voru veittir fjórir handritastyrkir. Nánari upplýsingar um úthlutunina og styrkþegana eru að finna á vef Hagþenkis.
Eftirfarandi Félagar í ReykjavíkurAkademíunni hlutu starfstyrk:
Aðalsteinn Eyþórsson, Auðunn Arnórsson, Árni Heimir Ingólfsson, Bára Baldursdóttir, Gunnar Þorri Pétursson, Gylfi Gunnlaugsson, Haukur Arnþórsson, Hjörleifur Hjartarsson, Ingunn Ásdísardóttir, Sigríður Matthíasdóttir og Þórunn Elín Valdimarsdóttir. ReykjavíkurAkademían óskar öllum styrkþegum innilega til hamingju og óskar þeim góðs gengis í sínum störfum.
Í úthlutunarráði voru: Jóhannes B. Sigtryggsson, Karl Gunnarsson og Súsanna Margrét Gestsdóttir.