ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg kynna –
Stúdentastofu Reykjavíkur og Reykjavíkurstyrk Akademíunnar
Aðstaða til verkefnavinnu og rannsóknarstyrkur
ReykjavíkurAkademían og Reykjavíkurborg auglýsa eftir umsóknum frá háskólastúdentum í framhaldsnámi um vinnuaðstöðu án endurgjalds við rannsóknarverkefni sem tengjast borginni og borgarfræðum almennt.
Vinnuaðstaðan er innan ReykjavíkurAkademíunnar við Hringbraut og er veitt endurgjaldslaust til þriggja mánaða. Boðið er upp á aðstöðu fyrir allt að 6 háskólastúdenta og taka þeir þátt í starfsemi Akademíunnar á þeim tíma.
Jafnframt óska Reykjavíkurborg og ReykjavíkurAkademían eftir umsóknum um rannsóknarstyrk að upphæð kr. 500.000 til rannsóknarverkefnis með hagnýtt gildi fyrir Reykjavíkurborg. Rannsóknarstyrkurinn er veittur einum háskólastúdent í Stúdentastofu Reykjavíkur og er þáttur í gildandi samstarfssamningi ReykjavíkurAkademíunnar og Reykjavíkurborgar.
Samráðsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar og ReykjavíkurAkademíunnar metur umsóknirnar.
Vinsamlega sendið umsóknir um aðstöðu og rannsóknarstyrk með ferilskrá á netfangið [email protected] fyrir 15. september næstkomandi.