Minnum á málþingið Þekking til sölu? Markaðsvæðing akademíunnar í dag kl. 14.00 – 16.00 á Háskólatorgi.
Málþingið markar upphaf fyrirlestrarraðar ReykjavíkurAkademíunnar, MARK, miðstöðvar margbreytileika- og kynjarannsókna og RannMennt, rannsóknastofu um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttllæti.
ENGLISH BELOW
Er þekking söluvara? Eru háskólar reknir eins og smjörlíkisverksmiðjur? Er menntun einkahagsmunir eða almannahagsmunir? Eru nemendur neytendur á markaði?
Þessum spurningum og fleirum verður velt upp í fyrirlestraröðinni Þekking til sölu? Markaðsvæðing akademíunnar.
Málþing 13. september, kl. 14-16 á Háskólatorgi HT-102
Ylva Hasselberg, prófessor í hagsögu við Uppsalaháskóla heldur aðalfyrirlesturinn Vantrúin á vísindi, ris hennar (og fall) þar sem tilraunir til markaðsvæðingar háskóla í Svíþjóð og framtíð vísinda undir nýskipan í ríkisrekstri verða til umfjöllunar.
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Menntavísindasvið bregst við fyrirlestri Hasselberg og að því loknu verður pallborð þar sem málin verða rædd í samhengi við þróunina hérlendis.
Í pallborði verða:
Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við Rannsóknastofnun Gautaborgarháskóla
Berglind Rós Magnúsdóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ
Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild og mentor Snjallræðis, hugmyndahraðals á vegum Höfða friðarseturs
Viðar Hreinsson, sjálfstætt starfandi bókmenntafræðingur
Fundarstjóri er Íris Ellenberger lektor í samfélagsgreinum við Menntavísindasvið HÍ.
Að loknu málþinginu verður boðið uppá léttar veitingar.
Þrír hádegisfyrirlestrar í sal Íslenskrar erfðagreiningar:
Föstudaginn 11. október kl. 12: Eru háskólar reknir eins og smjörlíkisverksmiðjur? Arnar Pálsson, prófessor í lífupplýsingafræði.
Föstudaginn 8. nóvember kl. 12: Hvernig kerfin breyta okkur og hvernig við breytum kerfunum Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við Rannsóknastofnun Gautaborgarháskóla.
Föstudaginn 6. desember kl. 12: Háskólar í fremstu röð – markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti? Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, nýdoktor í kynjafræðum.
Nánari lýsing á fyrirlestri Ylvu Hasselberg:
NPM at the University. The Rise (and Fall) of an Anti-Intellectual Doctrine
Hver er uppruni ráðandi hugmynda okkar um hlutverk háskóla? Hann er ekki síst að finna í hugmyndum um nýskipan í ríkisrekstri sem urðu áberandi í Evrópu á 9. áratugnum. Í fyrirlestrinum verður farið ofan í kjölinn á hugmyndum Svía um nýskipan í ríkisrekstri í tengslum við rannsóknir þar í landi. Tengsl nýskipunar í ríkisrekstri og markaðsvæðingar háskólamenntunar verða skoðuð. Á árunum 2006–2014 var reynt að markaðsvæða háskólana í Svíþjóð en þær tilraunir báru ekki árangur. Hins vegar hefur nýskipan í ríkisrekstri verið ríkjandi hugmyndafræði innan vísindasamfélagsins frá árinu 2010. Í fyrirlestrinum verður einnig velt upp framtíð háskóla sem vinna undir þessari hugmyndafræði.
Að fyrirlestraröðinni standa MARK, miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna, RannMennt, rannsóknastofa um menntastefnu, alþjóðavæðingu og félagslegt réttlæti og ReykjavíkurAkademían. Fyrirlestraröðin er styrkt af rektorsskrifstofu Háskóla Íslands, Félagsvísindasviði og Menntavísindasviði.
________________________________
Knowledge for Sale? Marketization of the Academia
Is knowledge a product to be sold and bought? Are universities governed like margarine-factories? Is education a private good or a public good? Are students consumers of the education market? We will ponder these questions and more in a series of lectures in the coming months.
Symposium September 13th 2–4 pm at Háskólatorg HT-102
Dr. Ylva Hasselberg, Professor at the Department of Economic History at Uppsala University will be the key-note speaker. Her talk is titled: New Public Management at the University. The Rise (and Fall) of an Anti-Intellectual Doctrine. Dr. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson professor of education will then give comments followed by panel discussions with stakeholders from the Icelandic science community.
At 4 pm light refreshments will be offered.
Three afternoon lectures at 12 pm at deCODE genetics, Sturlugata 8 (In Icelandic)
October 11th: Eru háskólar reknir eins og smjörlíkisverksmiðjur? Arnar Pálsson, professor of bioinformatics, University of Iceland.
November 8th: Hvernig kerfin breyta okkur og hvernig við breytum kerfunum Ásgeir Brynjar Torfason, gestafræðimaður við Rannsóknastofnun Gautaborgarháskóla
December 6th: Háskólar í fremstu röð – markaðsvæðing sem ýtir undir kynjamisrétti? Finnborg Salóme Steinþórsdóttir, post-doctoral researcher in Gender Studies, University of Iceland.
The lecture-series is a cooperative initiative by MARK, The Center for Diversity and Gender Studies; RannMennt, Research Center for Education Policy, Internationalisation and Social Justice; and the ReykjavíkAcademy. The series is sponsored by the Rector’s Office of the University of Iceland, School of Social Sciences and School of Education.
Description of dr. Ylva’s Hasselberg lecture:
NPM at the University. The Rise (and Fall) of an Anti-Intellectual Doctrine
What is the origin of the presently dominant ideas of the mission of a university? The origin is the jumble of ideas and practices that began to enter the public sector in Europe in the 1980s and that has been termed new public management (NPM). The lecture deconstructs new public management in Swedish research policy since the 1990s, with emphasis on the central reforms and their consequences for the universities. It also aims to separate managerialism from marketization conceptually as well as empirically. In Sweden, marketization of the universities, although attempted by the right wing government 2006–2014, has not occurred. Managerialism on the other hand has dominated the sector since the so-called autonomy reform of 2010. Lastly, an attempt will be made to discuss the future of NPM at the Swedish universities.